Kúgun stórþjóða á smáþjóð?

Ég horfði á Silfur Egils, eins og margir aðrir í gærdag.  Ég verð að segja það að málflutningur þessa þingmanns í Evrópuþinginu Alain Lipietz var öðruvísi en ég átti von á.  Það er eins og fólk sé ekki að skilja það að þessi þingmaður er höfundur tilskipunarinnar um ábyrgð heimaríkis á bönkum, þrátt fyrir að hann hafi sagt það ólöglegt að ríkistryggja innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi.  (ég sá þennan Alain Lipietz nefndann maoista einhversstaðar á blogginu)

Svo verð ég líka að nefna góðan málflutning hennar Eva Joly, Michael Hudkins og Stefáns Jóns Hafstein...

Samt vill fólk fá að borga þessa IceSlave skuld sem þröngvað var uppá okkur í fyrra.  Hvernig væri að fara að hugsa eins frjálst fólk aftur, það er ekki búið að hneppa okkur í þrældóm eins og ætlun Breta og Hollendinga var. 

Nú er lag fyrir sitjandi stjórn að kæra samninginn og fara dómstólaleiðina, eða ætlar sitjandi stjórn að halda áfram að vinna fyrir útlendingana?  Gegn hagsmunum okkar Íslendinga?  Eða er kannski kominn tími á aðra byltingu?  Að koma sitjandi stjórn frá völdum, eins fljótt og hægt? 


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband