Fundirnir eru greinilega tímaeyðsla

Hvers vegna er stjórnin að boða til funda með formönnum stjórnarandstöðunnar og svo er stjórnin í feluleik með allt?  Ennþá fær fólk ekki að vita um hvað málin snúast hjá stjórninni, helst á að samþykkja eitthvað óséð helst?  Ég skil ekki hversvegna þetta fólk er í pólitík, það ætti að vera í einhverri leynireglu þar sem allt sem fram fer er leyndarmál.  Eftir því sem ég best veit eru ýmis gögn tengd IceSlave sem hafa ekki komið fram þar sem þingmenn geta skoðað  þau?  Er það ekki rétt? 

Er ekki kominn tími á það að fá allt uppá borðið?  Að við fólkið fáum að vita um hvað málin snúast í alvöru?  Af hverju allur þessi feluleikur er stundaður?  Hvað græðir stjórnin á því að fela mikilvæg gögn fyrir fólkinu?  Þarf ekki að fara að endurskoða störf þingmanna? 


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þau eru alltaf í "feló".

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2010 kl. 01:31

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svindlfundum lýkur yfirleitt að einhver kallar þegar menn eru standa upp "hvað eigum við segja fólkinu"

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 04:14

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Einmitt,Hér á blogginu er mannaval,sem væri gaman að fá að kjósa. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það sem hún felur eru loforð Björgvins Guðmundssonar um að Íslenska ríkið muni tryggja fjármuni ef Innistæðutryggingasjóðurinn tæmist. Hann hafði bara ekkert umboð til þess og við eigum að standa fast á okkar rétti.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.1.2010 kl. 05:37

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenska ríkið mátt fjárfesta í flokki innlána sem falla undir almenn þar með talið sparifé í anda hinnar hagsýnu húsmóður, til að tryggja áframhaldandi eðlileg bankainnlán. Yfirteknu kröfurnar eignast svo ríkið og fær svo eitthvað út úr einkatryggingarsjóðunum eins og aðrir.

Holland og Bretland geta gert það sama og við eigum ekki að skipta okkur af því.

Hinsvegar er búið að flækja hér málin til að greiða innlán með öðrum leiðum stjórnmála og hagstjórnar til þeirra sem engan rétt eiga svo sem Högum og fleiri.

Allt er þetta sagt í nafni venjulegra sparifjáreiganda sem nú borga hærri skatta, neyðluverð og húsnæðislán.

Þeir sem flækja málinn er greinilega að verja sérhagsmuni sína. 

Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband