Hollensk stjórnvöld hafa ekkert að segja okkur

Þau geta ekki sagt okkur að fallast á grunnforsendur IceSlave samningsins, ekki geta Bresk stjórnvöld sagt okkur að taka á okkur skattgreiðslur í Bretlandi. 

 Ég vona að ég fái einhverntíma skilning á því hversvegna Steingrímur, Össur og Jóhanna eru svona æst í það að gerast hollenskir og breskir skattgreiðendur.  Hver er grýlan? 

 Ég vona að ESB sé ekki svona mikilvægt fyrir stjórnarliða, svo hef ég undrast það hversu góðglaðir Bjarni "vafningur" og Sigmundur "vafningsson"  eru og fylgjandi því að forðast þjóðaratkvæðagreiðsluna. 

Mér finnst að hætta eigi öllum samningaumleitunum við Breta og Hollendinga fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þegar þjóðin hefur talað í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Eigi að taka næsta skref, sem væri að fara dómstólaleiðina. 

 


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessi stjórn er með eitthvað grugg á heilanum. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessi "vilja" yfirlýsing Hollendinga virkar eins og olía á eld.  Okkur öllum hlýtur að vera sama hvað Hollendingar vilja og vilja ekki.

Það er vilji okkar sem ræður hér, mikið þarf ríkisstjórn Íslands að skilja þá staðreynd!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.2.2010 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband