Klippt og skorið

Er það ekki þannig sem þessarri rannsóknarskýrslu verður skilað?  Búið að klippa allt og skera?  Snurfusa og snyrta?  Sópa undir teppi og fela.  Ég hef enga trú á þessarri rannsókn, hún hefur dregist of lengi.  Stjórnvöld eru að fegra, umorða og örugglega ljúga líka. 

 Ég hef ekki trú á því þessi skýrsla segi okkur eitthvað sem við vissum ekki áður.  Hvítþvottarnefndin er í fullri vinnu við hreingerningar á gjörðum þingmanna, bankastjóra, embættismanna og ýmissa annarra. 


mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, er það ekki einmitt réttnefni á þessari nefnd? Hvítþvottanefndin!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.2.2010 kl. 02:57

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég ætla ekki að segja neitt um gagnsemi þessarar skírslu, hef raunar ekki vit á því.  Aðal atriðið er að hún sé fullgerð og ærleg svo að við fáum ekki en eitt þrætueplið, nó er nú samt.  Það er alveg eins með fólk og kindur að þegar kemur að ætlaðri gjöf sem stenst ekki, þá upphefst pirringur í krónni. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2010 kl. 06:01

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Endalaus frestunarárátta.  Ég held að til viðbótar við áðurskráðar athugasemdir þínar um rannskóknina, endi skýrslan í einhverri læstri skúffu og stjórnin sér til þess að lykilinn týnist næstu 200 árin eða svo.

Ég þarf ekki neina skýrslu til þess að mynda mér skoðun, ég er löngu búin að því. Það á að henda öllu þessi glæpaliði í steininn og leyfa því að rotna þar.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.2.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband