Ræða Gylfa Magnússonar á Austuvelli þann 17.01.09

„Fundarstjóri, ágætu fundargestir.

Það leika naprir vindar um efnahagslif heimsins um þessar mundir. Óviða kaldari en á okkar hrjóstruga landi. Yfir okkur hellast slæmar fréttir, gjaldþrot, uppsagnir, niðurskurður, tap og skuldir. Hnipin þjóð hlustar. Reið og ráðþrota.

Það er erfitt að vera bjartsýnn við aðstæður sem þessar. Aðrar tilfinningar rikja.

Gylfi Magnússon á Austurvelli 17.1.09

Gylfi Magnússon á Austurvelli 17.1.09

Án þess koðnar allt niður áfram. Enginn þorir að sýna frumkvæði, hefja rekstur og ráða starfsfólk. Fólk sem getur unnið og vill vinna fær þá ekki vinnu. Atvinnutæki standa óhreyfð. Verðmæti eru ekki sköpuð.

Við hvorki viljum né þurfum aftur þá ofurbjartsýni og fifldirfsku sem gerði stjórnlausum áhættufiklum kleift að koma okkur á kaldan klaka. Með dyggri aðstoð og velþóknun ráðamanna sem létu fámennan hóp pappirsauðkýfinga fara um hagkerfið eins og engisprettur um akur.

Leiðtogar þjóðarinnar leyfðu hópi manna að sölsa undir sig öll helstu fyrirtæki landsins, skipta á milli sin öllum feitustu bitunum. Þeir léku sér með annarra manna fé. Ef einhvers staðar var fé án hirðis þá fengu þeir að hirða það. Þeir fengu meira að segja islenska rikisábyrgð fyrir mesta glannaskapnum. Umræðulaust. Enda réðu þeir umræðunni. Kváðu niður alla gagnrýni. Deildu og drottnuðu.

Það er komið miklu meira en nóg af sliku. Það hefur enginn trú á þessu lengur. Hvað gefur þá ástæðu til bjartsýni?

Jú, það er ýmislegt. Kannski fyrst og fremst það, að i lýðræðisriki eins og okkar þá ræður þjóðin á endanum. Hún velur þingmenn og forseta og getur skipt þeim út, hvort sem þeim likar betur eða verr, þegar þeir hafa brugðist. Það verður án efa gerst við fyrsta tækifæri.

Þjóðin ræður stefunni. Hún getur ákveðið að sópa gamla hagkerfinu á öskuhauga sögunnar og reisa annað, nýtt og miklu betra á rústunum.

Til þess hafa Íslendingar alla burði. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, vinnusöm, útsjónarsöm og úrræðagóð. Okkur tókst á tuttugustu öld að byggja upp þjóðfélag sem við vorum stolt af með réttu. Friðsælt, opið og lýðræðislegt þjóðfélag með ein allra bestu lifskjör i heimi.

Við búum enn að öllu þvi sem þarf til að endurreisa þetta þjóðfélag og gera það enn betra. Fjármálakreppa eyðileggur ekki það sem mestu skiptir. Hún eyðir pappirsverðmætum.

Fólkið er enn hér. Menningin. Sagan. Auðlindir lands og sjávar. Ægifögur náttúran. Virðing fyrir lögum og reglum og trú á friðsamar lausnir. Þetta gerir okkur kleift að halda okkur i hópi þeirra þjóða heims sem búa best að þegnum sinum.

Gylfi Magnússon á Austurvelli 17.1.09

Gylfi Magnússon á Austurvelli 17.1.09

Þetta eru ekki skemmtileg verkefni. Það er hins vegar ekkert sem fyrir liggur sem er óviðráðanlegt. Þvi fer raunar fjarri. Byrðarnar verða þungar um tima en ef þeim er skipt á sanngjarnan hátt þá verða þær engum óbærilegar.

Nýja hagkerfið fær i vöggugjöf griðarlegar skuldir. Einkageirinn skuldar mikið og mun raunar aldrei endurgreiða nema hluta þess. Hið opinbera mun skulda talsvert meira en landsframleiðslu eins árs. Það eru skatttekjur fjölmargra ára.

Þetta er auðvitað ekkert fagnaðarefni. Það er ekkert skrýtið að margir bölvi þeim sem komu okkur i þessa stöðu. Það á lika að draga þá til ábyrgðar, bæði siðferðilega og lagalega. Undanbragðalaust. Uppgjör við fortiðina er nauðsynlegur liður i uppbyggingunni.

Skuldirnar eru samt ekki, frekar en annað sem við þurfum að takast á við, óviðráðanlegar. Það hafa ýmis riki þurft að takast á við skuldir sem þessar og tekist það. Þeim mun örugglega fjölga á næstunni enda þvi miður ýmis dæmi um riki sem eru með litið skárra fjármálakerfi en hið helsjúka islenska kerfi var orðið undir lokin.

Það má lika ekki gleyma þvi að Ísland býr, þrátt fyrir allt, að sterku lifeyriskerfi. Það hefur fengið þungt högg. Eftir stendur samt mun betra kerfi en flestar aðrar þjóðir búa að. Þjóðin er lika ung. Það skiptir miklu að islenska rikið þarf ekki að hafa verulegar áhyggjur af lifeyrisskuldbindingum landsmanna, ólikt mörgum nágrannarikja okkar.

Hvað þarf á að gera? Það þarf að teikna upp nýtt hagkerfi með nýjum leikstjórnendum og nýjum leikreglum.

Um flesta þætti þess er liklega breið samstaða. Flestir vilja bæði öflugan einkageira og opinberan geira. Sá siðarnefndi heldur uppi velferðarkerfi og tryggir öllum aðgang að góðri menntun og heilsugæslu. Hið opinbera setur leikreglurnar og sér til þess að þeim sé fylgt. Þar þarf ýmsu að breyta.

Gylfi Magnússon á Austurvelli 17.1.09

Gylfi Magnússon á Austurvelli 17.1.09

Í stað þess getur komið blómlegt atvinnulif með fleiri og smærri fyrirtækjum, dreifðara en einfaldara eignarhaldi, meiri valddreifingu, meira gagnsæi, hraustlegri samkeppni, meiri nýsköpun, fleiri tækifærum fyrir alla. Opið, sanngjarnt og heilbrigt efnahagslif.

Það þarf mörgu að breyta. Fyrst hugarfarinu. Sú hugmyndafræði sem kom okkur i núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að vikja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru i stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara i klappliðinu.

Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttarhönd og axli ábyrgð með þvi að vikja. Þvi miður hefur litið sést til þeirrar sáttahandar ennþá. Það glittir bara i löngutöng.

Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sina til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými.

Með nýrri sýn og nýrri forystu verða Íslendingum allir vegir færir. Okkur vantar ekkert annað til að hefja endurreisn Íslands.“

Ég fékk þessa ræðu hans Gylfa Magnússonar lánaða hjá Láru Hönnu, ég vona að ég brjóti engar reglur með birtingu ræðunnar.  


mbl.is Gylfi áfram ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Hann getur ekki hafað skrifað þessa ræðu sjálfur. A.m.k. hefur hann aldrei verið svona mælskur síðan.

Billi bilaði, 14.8.2010 kl. 08:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2010 kl. 14:41

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nú er hann helsti verjandi þess að endurreisa fjámálvítið, þetta sannar samt sem áður að maðurinn veit hvað hann er að gera almennum neytendu á Íslandi.

Júlíus Björnsson, 15.8.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér Júlíus.  Hann veit alveg hvað hann er að gera. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband