Núna er tíminn til þess að aftengja vísitöluna

Ef ekki núna, hvenær þá? 

 Þegar bensínverðið er komið yfir 230 krónur á lítrann, þá þarf annaðhvort að aftengja bensínverðið við vísitöluna eða að lækka skattana á bensínið. 

Núna er verðbólgan í lágmarki og bensínverðið getur ekki gert neitt nema að hækka, það verður að rjúfa vítahringinn sem þetta veldur...

Svo vil ég sjá einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, taka til baka það sem sjálftökuliðið skammtaði sjálfu sér á góðæristímanum (gerfigóðærinu sem fengið var að láni frá almenningi) það er allavega almenningur sem á að borga brúsann, eins og venjulega.

Ég segi hingað og ekki lengra!!!!


mbl.is Minna til ráðstöfunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

   Ég veit ekki alveg hvernig álögur ríkisins eru samansettar. Ég held að einhverjar þeirra séu föst krónutala og aðrar reiknaðar í prósentum.  Ef þetta er rétt hjá mér er kannski ástæða til að krónutölubinda allar álögur ríkisins í stað prósentutölu.  Samt er dálítil reisn yfir því að borga hátt verð fyrir bensín. 

Jens Guð, 9.3.2011 kl. 01:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla sko að taka upp hjólið mitt í vor enginn spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2011 kl. 10:42

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1148642/

Svona reikna Danir [ég fæddist þar og er 1/3 Danir genalega] skattanna. Mjög einfalt að skilja. Fyrst hverjar er tekjur við hæfi, síðan hvað geta þær borið mikinn tekjuskatt til að taka burt aftur.

Ekki hvað getur hann greitt mörg prósent eins og hér.  Allar tekjur verða að að geta borið 8% samfélagskatt. Þess vegna má ekki reikna heildarlaun sem skila ekki þessum 8%. 

Þeir sem hafa ávöxtunarbærar tekjur sem eru veldisvísislega hærri en lágmarkstekjur eiga að skila skatti í samræmi við ofurgetuna.  

Lág tekjur og meðal tekjur eru sagðar flatar það er fastar  og ekki ávöxtunarbærar.  Þess vegna greiðast íbúðalán niður hjá þessum tekju hópum.

Erlendis er fyrst sett fram max 2,0% raunvaxta krafa og vertrygging bætt ofan á.  Ef verðbóla er búin að var 15 % síður 5 ár þá er verðtrygging um 3,0% á næsta gjaldaga og nafnvextir lánsins því 5,0%.

Þessi 3,0% eru notuð til að hækka lánsútborgun til annars lántaka. Svo greiðslur framtíðarinnar standi undir áframhaldandi lánstarfsemi. Venjulega hækka fasteignir eftir að neysla hækkar og laun hækka.

Svo er hægt að nota þessi 3,0% til að lækka  vexti á húsnæðislánum til að bremsa þörf á launahækkunum.

 Þá fá líka allir aðilar sömu hækkun og tekjubili breytist ekki milli einstaklinga vegna verðbólgu. 

Hér er þessar verðbætur ávaxtaðar á sama lánataka flatra launa, og greiddar í arð og bónusa til stjórnmáltengdra vildarvina og hluthafa.

Þetta lið hefur líka engan skilning á hvað er að gerast hjá liði sem ekki er vildarvinur eða hluthafi í Banka.   Við nefnum engin nöfn.

Einstaklingar í samfélagi  verða að greiða skatt fyrir tækifæri til afla tekna á samfélaginu þetta gildir allstaðar í þroskuðum ríkjum. Það vel hægt að reka samfélag þar sem allir eru á lágum tekjum eða meðaltekjum bara.  

Hinsvegar getur engin  aflað ofurtekna án samfélags. Þeir sem halda öðru fram verða rökstyðja mál sitt betur.

 I maura samfélögum er stétt maura sem eru smíkju maurar þar er önnur stétt sem er mjólkuð.    Þetta kallast low live shit lífsform í anda Íslensku Skatta og lána hefðanna frá því við vorum nýlenda.

Júlíus Björnsson, 10.3.2011 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband