Finnst engum þetta skrýtið?

Við erum að upplifa ótrúlega mikinn áróður, maður getur varla opnað fjölmiðil á Íslandi án þess að heyra og sjá áróðurinn. 

Borgunarsinnar, ESB sinnar, samspillingin, vg, og núna síðast sjálftökuflokkurinn með Bjarna "vafning" Ben í forsæti.  Þetta er fólkið sem hefur greiðan aðgang að 365 miðlum og RÚV, allavega heyrast ekki sjónarmið okkar sem viljum kjósa NEI við IceSlave III...

"Mútuþegarnir"  Styrkþegarnir leggjast núna allir á eitt til þess að reyna að tryggja eigendum sínum "sanngjarna niðurstöðu í þessu ógeðfellda máli"   Eigendurnir eru hinir ýmsu útrásarbarónar, eigendur bankanna og stjórnarmenn þeirra...


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2011 kl. 00:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk fyrir þetta Jóna Kolbrún. Lestu smá sem ég sendi á privatið.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2011 kl. 01:34

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2011 kl. 02:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að þetta flaug einmitt gegnum huga minn þegar ég las þetta.  Þrátt fyrir allan þungaáróðurinn um að borga þá er munurinn ekki meiri en þetta.  Loksins hefur maður smá von um að íslendingar sýni smá vitglóru og hugsi sjálfstætt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2011 kl. 12:10

6 Smámynd: Dagný

Jú þetta lyktar allt eitthvað voðalega undarlega   Vona bara að okkar sjónarmið nái yfirhöndinni á lokasprettinum. Er samt voða hrædd um að of margir sitji heima á kosningadag.

Dagný, 18.3.2011 kl. 09:10

7 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Las linkana.

Ja, hérna yfirgangssemin í þessu glæpahyski - talar um að verið sé að ofsækja það.  Ef ég sæi þá feðga ásamt Sigurði Einarsyni, Jóni Ásgeir og allnokkrum til viðbótar vinna fyrir sér í öskunni myndi ég kannski trúa einhverju af þessu kjaftæði, en maður heyrir að hrokinn er að drepa þetta pakk.  Vonandi gengur það eftir.  Úpps, sagði ég þetta virkilega, ég hef aldrei fyrr á ævinni óskað nokkurri manneskju dauða....... en svona er Sigrún í dag og Ísland í dag.

Ég veit um margar fjölskyldur sem hafa tapað öllu sínu og sjálf er ég í þeim hópi.

Einn sem ég þekki vildi að gefið yrði hrákaleyfi á þetta lið, ég vegna míns góða uppeldis var á móti því, en nú er ég eiginlega komin á sömu skoðun.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 19.3.2011 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband