Jarðfræðineminn sem þykist hafa vit á fjármálum

Eitt er alveg víst að Steingrímur og Jóhanna tóku stöðu með fjármagnseigendunum.

Þau skötuhjú hafa meiri samúð með erlendum vogunarsjóðum og erlendum kröfuhöfum en íslenskri alþýðu.

Mér þykir orðið jafnaðarmaður skammaryrði í dag, þau hafa saurgað það orð.

Jöfnuður virðist ekki vera orð sem þau þekkja, ójöfnuður er að festast í sessi.

Svo vil ég nota tækifærið og skamma íslenskan almenning, ég tók þátt í kosningu vegna nýgerðra kjarasamninga og kaus ég að sjálfsögðu NEI. 

Ég skil ekki hvers vegna samningarnir voru samþykktir, verðrtygging lánanna okkar er búin að éta kjarabæturnar sem áttu að koma. 

Á meðan við erum með verðtryggð lán, verðum við að hafa launin okkar í sama gjaldmiðli = verðtryggð.


mbl.is Steingrímur íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Margt býr í djúpinu!  Undirheimar eru ekki bara á götunni.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Apartheid stefna aulanna! Allt í lagi meðan fjöldinn borgar aleiguna og meira til. Verðtrygging merkir að skila raunvirði erlendis 100% ekki 30%. Þessi vertrygging á Íslandi er ekki lögleg erlendis eða talin ganga upp almennt. Þess vegna skilja útlendingar ekki hversvegna þetta er löglegt á Íslandi. Plata fólk að þetta séu jafngreiðslu lán  sem fylgi CPI allan lánstímann.

Júlíus Björnsson, 26.5.2011 kl. 02:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum í vondum málum með sama gamla liðið í stjórn og fyrir hrun það er vandamálið!

Sigurður Haraldsson, 26.5.2011 kl. 09:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Steingrímur og Jóhanna eru sjálfum sér til ævarandi skammar.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2011 kl. 12:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur með skömm Jóhönnu og Steingríms, hvenært ætla þau að sjá að við VILJUM ÞAU EKKI VIÐ STJÓRNVÖLIN. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 21:41

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég er eiginlega alveg að gefast upp á þessu ástandi. Sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir Jóhönnu og Steingrími - skríðandi fyrir fjármagnsbubbunum (með fullri fyrir öðrum Bubbum þessa lands).

Mest af öllu langar mig til þess að yfirgefa þetta land óréttlátra verðbóta og verðtrygginga. Verðbætur og - tryggingar eru eingöngu fyrir fjármagnseigendur, við hin sitjum eftir í súpunni, sem bara þykknar og þykknar.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 28.5.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband