Ætli vitnalistinn hafi haft einhver áhrif á þessa kosningu?

Ég fann vitnalistann á annarri síðu áðan og lítur hann þannig út, með einni breytingu. 

Einn maður á listanum er látinn og er þar af leiðandi ekki lengur á listanum.

"

Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru á listanum en öll stjórnin á hrunárinu þarf að bera vitni þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar Kristinn Guðfinsson, Kristján Möller og Björn Bjarnason.

Þá eru seðlabankastjórarnir fy...rrverandi, Davíð Oddsson og Ingimundur Friðriksson þarna einnig. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME og Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME. Sturla Pálsson og Tryggvi Pálsson frá Seðlabankanum. Bolli Þór Bollason, Baldur Guðlaugsson og Jónína Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Þá eru þarna bankastjórar allra stóru bankanna, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings." 

 Ég er ein af þeim sem skilja ekki viðsnúning Atla Gíslasonar, Ögmundar Jónassonar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Jóns Bjarnasonar.

Maður spyr sig hver raunverulega ástæðan sé? 

Endilega látið mig vita. 


 

mbl.is „Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og ég skil þetta Jóna Kolbrún mín, þá var andstaða þessara sem þú telur upp við því að neita að ræða málin upp á nýtt.  Það er enginn að segja að það verði samþykkt að taka af dagskrá dómsmál á hendur Geir, það sem er í farvatninu er að þingið fái að ræða máli upp á nýtt, og jafnvel fara þess á leit að þessi fjögur verði aftur tekin inn, þó sagt sé að tími þeirra sé útrunninn, þá skilst mér að landsdómur geti farið fram á að þau verði öll gerð ábyrg en ekki bara Geir.  Ég held að Atli Gíslason og fleiri hafi haft rétt fyrir sér að það var ekki rétt að taka þennan pól í hæðina að setja inn frávísun á frávísum.  Nú skulum við bara fylgjast með þessu áfram og sjá hvað gerist. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 01:42

2 Smámynd: Sólbjörg

Öll þau sem sögðu JÁ við tillögunni vildu í raun vísa Lýðræðinu út á hafsauga. Vilja enga umræðu um réttlæti, eða rangindin við að beita úreltum lögum Landsdóms eða samræður um eitt eða neitt þessu víkjandi á Alþingi. Þau vilja fá að ákærða einn mann í landinu eftir dómslögum miðalda og halda því til streitu engar umræður meira á alþingi. Þau eru svo veruleikafirrt og vön tvöfledni að þau blikna ekki þegar þau af heift halda því fram að þau megi ekki skifta sér af Landsdómi. Hvert barn veit eða getur skilið að það eru aðeins þeir sem ákæra sem mega draga kæruna til baka.

Þau tala svo í þversögn við sig sjálf að það er eins og við séum raunverulega komin aftur í miðaldir. Þau geta í raun aldrei aftur opnað munninn opinberlega um lýðræði og réttlæti, fólk sem neitar að ræða sína eigin ákæru á einn mann. Við erum komin í tímavél afturábak.

Það vantar bara að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu með Geir þá verða þau nútímaútgáfa af Adam og Evu sem eru talin syndabokkar allra synda í heiminum að sumra dómi- enn í dag.

Skömm Hreyfingarinnar og allra sem sögðu Já, er þeirra eigin tvöfeldni og að skilja það ekki sjálf.

Sólbjörg, 21.1.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband