Ég ætla að hringja í mitt tryggingarfélag á morgun

Ég er ein af þeim sem eru með heimilistryggingu, ég er ekki með sérstaka læsingu á gluggunum hjá mér.

Þá væri ég sennilega ótryggð ef þjófar færu inn um gluggana hjá mér.

Það er ekki tilgangur minn að borga fyrir óþarfa tryggingu.  Ég ætla að spara mér andvirði heimilistryggingarinnar strax á morgun...

Ég er með miklu betra en heimilistryggingu, ég er með stóran hund sem er varðhundur.


mbl.is „Heimilistrygging er tilgangslaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Líst vel á þetta.. Látum ekki þessi bófafélög arðræna okkur, það er nóg að vð höfum þurft að bjarga þeim gegnum ríkissjóð eftir hrunið.. Umrætt tryggingafélag í þessari grein er VÍS...

Taxi Driver, 13.11.2012 kl. 07:41

2 Smámynd: Sandy

Ég er búin að fara í gegn um tryggingafrumskóginn,heimilistryggingin mín átti ekki að greiða mér þurkara sem kviknaði í því hann var svo gamall,en ég greiddi iðngjald til tryggingafélagsins allan líftíma tækissins sem nýtt tæki væri, ég hætti með trygginguna og stofnaði bara sér tryggingabók í bankanum.

Sandy, 13.11.2012 kl. 09:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sagði upp tryggingum mínum fyrir 2 árum. Ég dvel oft um helgar hjá syni mínum fyrir austan fjall,þau ,,áttu,, vinalegan hund,en svo uppgötvaðist að sonur minn er með ofnæmi fyrir hundinum,sem leggst á lungun. Því er skemmst frá að segja,að á heimilinu hefur ríkt sorg yfir að verða að finna honum annað heimili,en þau mega fylgjast með hver eignast hann. Varð að segja þér þetta Jóna mín Kolbrún,sem ert svo mikill dýravinur.> En Dinó (heiti hvutta) virkaði eins og þjófavörn,hann spratt upp við mannaferðir,langt frá húsinu. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2012 kl. 12:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ja hérna hér, þarna skapast matarhola sem vert væri að skoða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 12:57

5 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Oft þegar tryggingafélög reyna að firra sig ábyrgð með þessum hætti þá er hægt að láta reyna á þennan dóm þeirra (dæma í eigin sök). Mörg dæmi eru um það að lögfræðingar sem taka svona mál að sér, hafi rekið þetta ofan í þá. Tryggingafélögum tekst oft að koma sér undan greiðslum með svona fyrirslætti.

Jörundur Þórðarson, 13.11.2012 kl. 15:39

6 Smámynd: Sandy

Ja hérna hér. Lögfræðingar, lögregla og tryggingafélög ætli það fari ekki mikið eftir því hver er vinur hvers þegar kemur að bótagreiðslum trygginganna. Ljóta sögu á ég varðandi einmitt þessi samskipti og fatlaðs sonar míns, þar sem eiginkona lögreglumanns keyrði á bílinn hans og með hjálp starfsmanns trygginganna fölsuðu þeir skýrsluna, ég fór með málið í lögfræðing,en því miður lögfræðingurinn var vinur og fyrrum samstarfsmannsins tryggingastarfsmannsins og báðir voru þeir fyrrum lögreglumenn. Sá sem hinsvegar gerði við bílinn og var einnig fyrrum lögreglumaður viðurkenndi að tjónið á bíl sonar míns síndi að það hefði ekki verið möguleiki að hann hefði keyrt á enda geymdi hann hurðina lengi fyrir mig sem sönnun ef ég hefði einhvertíma efni á að höfða einkamál.

Sandy, 13.11.2012 kl. 21:21

7 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Alveg óþolandi þessi kunningjapólitík og enn meira óþolandi að fólk þurfi að fara í mál til þess að fá greidd tjón.

Veit sjálf um mál sem varðaði mann sem stórskaðaðist vegna gallaðra flugelda. Hann þurfti að fara í mál við tryggingafélag til þess að fá bætur. Öllum öðrum fannst þetta borðliggjandi mál - hann ætti fullan rétt á bótum.

Þegar búið var að reyfa málið fyrir réttinum þá sagði dómarinn við lögmenn tryggingafélagsins (ath.dæmdi ekki) "Borgið manninum". Málið var látið niður falla og hann fékk margar milljónir og átti þær allar skilið.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.11.2012 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband