Jólastress, hvað er nú það?

Ég hef aldrei verið svona afslöppuð fyrir jól, börnin mín hafa verið svo dugleg t.d bakað þrjár sortir af smákökum og hafa tekið til hendinni á heimilinu við þrif og tiltektir.  Ég hef bara verið í afslöppun hérna heima, en ég skrapp í innkaupaleiðangur í dag, fór fyrst inn í Kringlu til að láta fjarlægja þjófavörn af flík sem ég keypti í gær, svo skilaði ég einum buxum ég keypti á mig, sem litu svo vel út í búðinni, en þegar heim var komið fannst mér þær hallærislegar.  Þegar ég skilaði buxunum fékk ég aðrar sem pössuðu mér alveg fullkomlega, sem er frekar sjaldgæft, þar sem ég er frekar frjálslega vaxin, ég fann líka skyrtu til að vera í á jólunum.  Þetta eru fréttir þar sem ég hef ekki verslað mér föt í mörg ár. 

Litla barnabarnið mitt og mamma hans sem búa í Fljótunum og eru hjá mér núna og verða fram yfir jól, er veikur mamma hans fór með hann á læknavaktina í kvöld, greiningin var bronkítis og eyrnabólga, hann var búinn að vera með yfir 39 stiga hita í rúma tvo sólarhringa, ég vona að hann vakni hressari í fyrramálið, þar sem hann fékk pensillín, það gekk nú ekki vel að koma því ofan í hann, þar sem hann er alveg lystarlaus og frekar slappur, en það tókst á endanum.   Ein afslöppuð Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband