Get ég fengið milljarð?

Mig langar svo að prófa að spila póker á netinu, vill einhver banki lána mér milljarð?  Svo langar mig svo að kaupa mér einkaþotu, vill einhver góður bankamaður lána mér fyrir henni?   Nei ég hef varla lánstraust fyrir svona upphæðum.  En hvernig stóð á því að  "Jón Ásgeir" útrásarvíkingur hafði slíkt lánstraust?  Allt þetta mál er með ólíkindum og óskiljanlegt fyrir svona meðalJónu eins og mig.  Er þetta ekki snjóboltaáhrifin, snjóboltinn er rétt byrjaður að rúlla niður brekkuna fleira á eftir að koma í ljós, hvernig bankamennirnir fóru með sparnað fólksins, sem treysti þeim fyrir innistæðum sínum. 
mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

no, no, no money for you

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Skattborgari

Öll útráin hefur verið fjarmögnuð með lánum og þegar að lánin sem er hægt að fá minnka þá hrundi spilaborgin hjá þeim og við þurfum að borga skuldinar en þeir fá að halda sínu enda vissu þeir margir að þetta gæti hrunið og tóku þá ákvörðun að koma skuldinni á aðra.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.11.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er svo blóðugt fyrir fjölskyldurnar í landinu, 4.5 milljónir á hvert mannsbarn.  Þvílík blóðtaka fyrir okkar litla land.  Stjórnin mátti ekki semja svona illa af sér fyrir okkar hönd. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Skattborgari

Jóna svona skeður þegar að það eru vanhæfir menn í öllum stöðum sem hafa ekki vit á því hvað þeir eru að gera og hugsa bara um stólana sína.

Taktu Davíð sem dæmi hann er ekki hæfur til að vera seðlabankastjóri við erum með dýralækni sem fjármálaráðherra. Eru þetta aðilarnir sem eiga að vera í þessum stöðum?

Takk fyrir að koma skemmtilegri umræðu af stað hjá mér.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.11.2008 kl. 02:14

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vanhæfir, óhæfir  flokksgæðingar, vinir og vandamenn.  Burt með spillingaröflin, hvar í flokki sem þau standa!!  Ég ætla að mæta á Austurvöll klukkan 12 á hádegi á morgun.  Við verðum að láta í okkur heyra og láta sjá okkur líka, þeir stjórnarherrarnir geta ekki hundsað okkur endalaust.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 02:29

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Áyrgð útrásarvíkinganna virðist engin vera, þeir eru allir stikkfrí. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 02:50

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ábyrgð

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 02:51

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður punktur hjá Rómeó...............

getum ekki bara haft lögfræðinga á þingi.  Ráðuneytin hafa svo að sjálfsögðu fagmenn.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 02:52

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sumir þurfa að vakna eftir 4.5 klst.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband