Ég las greinina og er hún eins og margar aðrar

Mjög margar ferðagreinar um Ísland eru villandi, ég held að margir blaðamenn skáldi stóran hluta atburða.  Mér finnst ótrúverðugt þegar hann lýsir næturlífinu í Reykjavík, en kannski hefur þetta breyst síðan ég fór síðast út á lífið fyrir tæpu ári síðan W00t    http://travel.nytimes.com/2009/01/11/travel/11hours.html?ref=travel  Þarna er greinin í heild, mér fundust myndirnar flottar.  Samt efast ég um að  norðurljósamyndin sé ný.  Það hafa varla sést norðurljós í vetur. 
mbl.is Ísland á forsíðu NYT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rétt að norðurljós hafa varla sést í vetur. Ástæðan er að virkni sólar sem tekur reglulegum sveiflum á ca. 11 ára fresti er núna í sögulegu lágmarki. Fyrir vikið er jörðin berskjaldaðri fyrir geimgeislum heldur en þegar sólvindurinn er sterkur.

Fyrir nokkrum dögun síðan bárust svo fregnir af því að mælitæki geimvísindamanna hefðu skyndilega og óvænt byrjað að nema afar sterkar útvarpsbylgjur sem nú berast til jarðar. Þessar bylgjur eru áður óþekktar og er jafnvel talið að um nýtt fyrirbæri sé að ræða, þó í þeim skilningi að svona bylgjur gætu hafa verið milljarða ára að berast hingað frá uppruna sínum.

Það sem vekur hinsvegar mesta furðu vísindamanna er að styrkur merkisins er áætlaður sex sinnum meiri en samanlagður styrkur allra áður þekktra uppsprettna fyrir útvarpsbylgjur í alheiminum! Svo notuð sé myndlíking þá er það svipað og ef við sæjum allt í einu ekki sólina fyrir einhverjum nýjum áður óþekktum ljósgjafa sem væri skyndlega byrjaður  að lýsa upp himininn eins og hann blasir við okkur frá jörðinni.

Það er "eitthvað alveg nýtt og áhugavert á seyði í alheiminum" hafði Alan Kogut starfsmaður NASA um málið að segja.

Við lifum á spennandi tímum! Ekki satt? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er linkur á áðurnefnda frétt frá space.com

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las fréttina á space.com og var þetta frekar spennandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband