Hvernig stendur á því?

Að alltaf þegar óeirðalögreglan mætir á mótmælafundina, breytast þeir úr friðsömum fundum í óeirðafundi.  Ætli sérsveitamennirnir séu sendir á fundina til þess að hleypa öllu í bál og brand? 
mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Piparúðinn er seðjandi. Það er alltaf góðs viti að mæta eins og einhver rómversk herdeild. Það fer svo vel í fólk.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Dagur Björnsson


Lögreglan varar samt alltaf við og segja við mótmælendur ef að þeir komi sér ekki í burtu , þá nota þeir piparúðann. Þeir segja það skýrt og greinilega. Ef fólk er of trekt til að skilja það, þá er það bara þeirra skaði! Mótmælendur ættu vera búnir að sjá fyrir löngu að lögreglan hikar ekki við það

Dagur Björnsson, 20.1.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Dagur, viltu að fólk láti eins og rollur í fjárhúsi kynsvelts bónda?

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 16:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ætli sérsveitin sé arðbær?

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ætli þeir séu ekki ráðnir til að gera þetta að alvöru byltingu? Svona svo að málin gangi fyrr fyrir sig..........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

=kosningar strax!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Finnst rangt að beina reiðinni að lögreglunni.

Þeir eru að vinna sína vinnu. Fólk var berjandi á hjálma lögreglunnar og afar ögrandi í framkomu. Verðum að gæta sanngirni þarna.

Það eru nokkrir mótmælendur, sem eyðileggja fyrir hinum stóra hópi sem er að nýta sinn rétt til að mótmæla.

Einar Örn Einarsson, 21.1.2009 kl. 00:54

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mótmælin voru friðsöm, þar til óeirðasveitin mætti á staðinn og skapaði óeirðir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:56

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Einar! 

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband