Duglaus stjórn

Og með öll skilningarvit lokuð, þeir heyrðu ekki, sáu ekki og töluðu ekki.  Öll skilningarvitin voru ennþá í veislunni, þar sem allir voru að græða.  Ekki ein einasta ráðstöfun til bjargar var framkvæmd þrátt fyrir aðvaranir ýmissa spekinga, íslenskra og erlendra.  Þeir héldu fyrir augun, eyrun og munninn.  Það var okkar mesta ógæfa, að stjórnarliðarnir allir tóku þátt í þögguninni, og yfirhylmingunni.   Núna 5 mánuðum eftir hrunið er þöggunin ennþá í fullu gildi, við vitum ennþá allt of lítið.  Hvar stöndum við?  Nákvæmlega til dæmis í skuldsetningu?  Hversu marga milljarða, þurfum við skattgreiðendur að borga næstu árin og áratugina?  Það hlýtur einhver, einhverjir að vita þetta.  Hvenær verða ákærur bornar fram, á þá sem hylmdu yfir, og tóku fullan þátt í arðráninu?  Hvenær hætta stjórnvöld að villa um fyrir okkur þjóðinni?  Hvar eru ráðstafanirnar til bjargar heimilunum í landinu?  Nýja stjórnin með gamla stjórnarflokknum er ekki að standa sig.  Það eru bara rúmir 50 dagar til kosninga, ég þarf að vita þetta allt áður en ég geng að kjörborðinu í apríl.  Ég vil fá svör. 
mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Innlitskvitt og knús á flugi.

Tína, 2.3.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband