Varúð, varúð

Ég fékk að láni bloggfærslu bloggvinar míns hans Valgeirs Skagfjörð, hún er þörf lesning "

Nú um stundir kemur berlega í ljós hverra hagsmuni Sjálfstæðisflokkur og Samfylking vilja verja. ,,Þangað leitar kötturinn sem honum er klórað," segir málsháttur. Það sama gildir um peninga.

Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi það hverjir moka fé í kosningasjóði S-flokkanna en það dylst engum að ef einhver klórar mér á bakinu þá finn ég mig ómeðvitað knúinn til að klóra einhverjum öðrum á bakinu í staðinn.

Þannig sjáum við glöggt að þessar kosningar snúast ekki um að þessir sömu flokkar ætli að verja almannahagsmuni eða hafi heill þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessar kosningar snúast um völd. Ekki völd til að vinna að almannaheill heldur völd til að verja hagsmuni þeirra sem greitt hafa rausnarlega í kosningasjóðina. Þess utan hafa þeir flokkar sem sitja á þingi leyfi sjálfs sín til að úthluta sjálfum sér 14 milljónum til að boða sín fagnaðarerindi.

Þannig er komið í veg fyrir að ný framboð geti kynnt sig eða a.m.k. er þeim það nánast ókleift í ljósi þessara aðstæðna.

 

Borgarahreyfingunni hefur tekist þrátt fyrir erfiðar aðstæður að ná upp í 5% fylgi á landsvísu án þess að hafa til þess nokkurn fjárhagsstuðning að heitið geti. Allir sem að framboðinu standa eru fullir af eldmóði, ástríðu og ást á landinu og gefa þess vegna vinnu sína með glöðu geði. Allt til þess að Borgarahreyfingin geti átt sinn fulltrúa á löggjafaþinginu.  Til að rödd fólksins heyrist. Það er gríðarlega mikilvægt. 

Fylgi okkar getur ekki gert neitt annað en að vaxa. Jafnt og þétt.

Við höfum fengið byr í seglin og þeir sem eru óákveðnir snúast á sveif með okkur enda erum við trúverðug og höfum göfugan málstað að verja. Borgarahreyfingin mun einungis taka afstöðu með einum hagsmunahópi - íslensku þjóðinni.

Hér varð efnahagshrun ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.  Á undan efnahagshruninu varð siðferðishrun. Stjórnmálamenn gerðu sig seka um að missa sjónar á því sem skiptir raunverulegu máli og létu ginnast af glópagulli auðjöfra sem vildu selja landið.

Nú standa þeir eftir, grímulausir með allt niður um sig en það hvarflar ekki að þeim að gera siðferðileg reikningskíl til að kjósendur geti vitað  hvað raunverulega fyrir þeim vakir að loknum kosningum.

Ég ákalla íslenska stjórnmálamenn og krefst þess að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er lágmarkskrafa okkar sem ætlum í lýðræðislegum kosningum að fela fólki völd til að stýra landinu okkar að það sýni okkur svo ekki verði neinum vafa undirorpið að þeir séu heiðarlegir, hafi ekki hagsmuni annarra en þjóðarinnar að leiðarljósi og geti án þess að bera kinnroða  sagt að þeir hyggist hafa dómgreind sjálfs sín að leiðbeinanda og láta eigin sannfæringu og siðferðiskennd ráða för þegar þeir greiða fyrir málum á löggjafaþingi lýðveldisins.

Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar hafa engin hagsmunatengsl inn í viðskiptalífið, kunningjabandalög kaupahéðna eða valdaklíkur aðrar.

Þeir hafa hafa sýnt að þeir eru venjulegir borgarar sem vilja ganga milli og höfuðs á þeirri spillingu sem grasserað hefur hér á landi undanfarin ár.

Frambjóðendur hafa látið birta á vefsíðunni xo.is allar upplýsingar um laun, stjórnarsetu í félögum eða fyrirtækjum til að allt sé uppi á borðinu. Við tölum ekki um gagnsæi - við sýnum gagnsæið í verki.

Borgarahreyfingin er eina framboðið sem boðar í stefnu sinni að þingseta skuli takmarkast við tvö kjörtímabil.

 Fjórar góðar ástæður:

Til að koma í veg fyrir spillingu.

Til að auka  fjölbreytt mannval á löggjafaþingi íslenska lýðveldisins.

Til að tryggja lýðræðið.

 

Siðferðisleg reikningskil - STRAX!

Valgeir Skagfjörð, borgari

 

Minni að síðustu á nauðsyn þess að afnema verðtryggingu. Strax! " 

Þetta er þörf lesning allra kjósenda.  Áfram Borgarahreyfing, X-O 


mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fyrirsögn Valgeirs var "Siðferðisleg reikningsskil"  Ég gleymdi að stela fyrirsögninni líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2009 kl. 02:29

2 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún, líka sem þið önnur, hver geyma hennar síðu og brúka !

Helzti ljóðurinn; á hinni, annars ágætu Borgarahreyfingu er; að hafna ekki, aðild Íslands, að Evrópusambandinu - um aldur og æfi, Jóna mín.

ESB veldið er; beinn arftaki Þriðja ríkis Adolfs Hitler. Það; sem þýzku rummungunum tókst ekki, með styrjalda farganinu - hafðist með Stálbandalaginu, um miðja síðustu öld - og eftirleikinn þekkjum við öll.

Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 03:09

3 identicon

gaman væri nú að sjá lista yfir stjórnmálamenn sem fengu sérmeðferð í bankakerfinu síðustu ár,eiginlega skylda að birta nöfnin því þetta eru bara mútugreiðslur sem þingmenn virðast hafa þegið,alltaf að koma í ljós meiri spilling sem bitnar á almenningi, nú síðast lífeyrisþegum í lífeyrissjóðnum Gildi sem verða skertir vegna glæfrafjárfestinga stjórnar, sem sjálfsagt situr sem fastast með óskert laun uppá einhverjar milljónir meðan öryrkjar og aldraðir eru skertir...en annars helvíti ertu orðin pólitísk kerling...nægir þér ekki bara að hata sjálfstæðisflokkinn...það dugar mér-vakna alltaf í góðu skapi eftir að hafa lagt niður sjálfstæðisflokkinn alla nóttina...  

zappa (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Góður zappa.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband