Málamyndarannsókn?

"Hann segir að vinnan sé ekki rannsókn á neinum tilteknum meintum skattalagabrotum, heldur sé þetta greining almenns eðlis, hluti af því að koma saman heildstæðri mynd af raunverulegu eignarhaldi íslenskra félaga erlendis."  Og svo þetta, "

Í framhaldi af öflun þessarar vitneskju geti það verið þáttur í skattaeftirliti að kanna hvort aðilar í viðskiptalífinu hafi tilgreint á framtali sínu eign í þessum félögum, eða hver sé raunverulega á bak við þau. „Þótt þessi félög beri mörg íslensk auðkenni, svo sem nafn eða íslenskt hlutafé þá er samt sem áður oft yfir þeim erlend stjórn, erlendir lögmenn eða félög. Þar tekur við að kanna hver sé raunverulegur eigandi en ekki formlegur,“ segir hann.

Hann segir starfsmenn ríkisskattstjóra engar meiningar hafa um að lögbrot komi upp á yfirborðið í kjölfar þessarar vinnu." 

 Óformleg rannsókn, hvernig væri að fara að taka á þessum svikamyllum, og arðráni útrásarbarónanna?  Taka á málunum af alvöru, ekki bara til málamynda? 


mbl.is Rannsaka félög í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hef fulla trú á að það verði tekið á þessu af fullri hörku - við líðum ekki annað

góða helgi

Sigrún Óskars, 2.5.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Landfari

Það er mun gæfulegar að byrja á að rannsaka málið og bíða með stóryrtar yfirlýsingar.

Þessi aðferðafræði hennar Evu ( heitir hún ekki Eva þessi þýska ) að byrja á stóryrtum yfirlýsingum og fara svo að rannsaka gerir hana vanhæfa samkvæmt íslenskum lögum og það þarf engann stjörnulögfræðing til að nýta sér það til að fá máli vísað frá dómi.

Þú sást nú hvernig Baugsmálið fór.

Landfari, 2.5.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband