ESB skiptir sér að öllu

Eini vafrinn sem ég vil nota er Explorer, ég er búin að vera tölvuvædd í 15 ár og líkar mér lang mest við Explorer frá Microsoft.  Þessi þráhyggja ESB á móti netvafra Microsoft Internet Explorer lýsir kannski forsjárhyggju ESB.  Explorerinn hefur alltaf fylgt Windows stýrikerfinu ókeypis, nú á að fara að rukka sérstaklega fyrir vafrann.  Allt í boði reglugerðarbáknsins ESB. 
mbl.is Windows 7 selt án IE í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Geta ekki allir með löglegt Windows hvort eð er sótt Explorer frítt á heimasíðu Microsoft? Þannig hefur það verið hingað til ef ég man rétt. Þá þurfa menn nú ekki að örvænta. Annars finnst mér eðlilegt að tekið sé aðeins á Microsoft á samkeppnisgrundvelli. Þeir valta talsvert yfir aðra á markaðnum.

Páll Geir Bjarnason, 12.6.2009 kl. 03:01

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var hættur að nota IE áður en ég hætti að nota Windows fyrir fimm árum. Er eitthvað varið í þetta?

Annars er ég sammála að MS má við smá tukti af og til.

Villi Asgeirsson, 12.6.2009 kl. 03:55

3 identicon

Það er ekki verið að fara fram á að rukkað verði fyrir IE. bara að hann fylgi ekki með Windows. Allir vafrar eru eins og er fríir til niðurhals og notkunnar. Spurningin er hvort að fólk væri frekar opði fyrir öðrum vöfrum ef það væri ekki tilbúinn vafri sem kemur með stýrikerfinu.

Svo er það önnur pæling hvort það skipti svo kanski engu máli. Safari fylgir með OsX á makkanum og enginn kippir sér upp við það.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 03:56

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fólk þarf vafra til að ná í vafra. Eða Windows Update, en þá er það komið með IE hvort eð er. Væri ekki betra að skikka MS til að láta FF fylgja með? Eða Óperuna? Eða bara gleyma þessu dæmi? Það er samt af nógu að taka ef fólk vill pirra MS.

En jú, er að pikka þetta inn í Safari á fimm ára gamalli Powerbook vél sem fólk spyr ennþá hvort sé ný. Ó, að vera laus við Redmond liðið.

Villi Asgeirsson, 12.6.2009 kl. 04:05

5 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Persónulega er ég sammála því að þetta er vitlaus hugmynd en ég býst engu að síður við því að þú sækir vafrann í gegn um Automatic Updates sem er ekki lengur háð vafra heldur application byggt í stýrikerfið sjálft.

Garðar Valur Hallfreðsson, 12.6.2009 kl. 08:32

6 Smámynd: Páll Jónsson

Meh... Eftir að hafa tekið nokkra kúrsa í Evrópurétti þá hef ég heldur fengið á tilfinninguna að það séu einstök ríki sem séu uppfull af forsjárhyggju gagnvart eigin þegnum sem ESB gerir sitt besta til að troða ofan í kokið á þeim.

Þegar einhverju Evrópuríkinu dettur í hug að setja snarbilaðar reglur um útlit osta, nafngift ávaxtavína o.s.frv. þá er hefur ESB oftar en einu sinni þurft að hrista aðeins vit í menn.

Páll Jónsson, 13.6.2009 kl. 20:43

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef einhver kaupir tölvu án vafra, þarf hann fyrst að kaupa vafra til þess að geta sótt annann vafra á netinu.  Er það ekki rétt hjá mér, án vafra fer enginn á netið?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.6.2009 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband