Hah!! ég hlæ að tóbaksgjaldinu

Ég er hætt að reykja.  Ég er búin að vera reyklaus í 3 daga..  Það er verra með áfengisgjaldið, þar sem ég er að vinna á bar fæ ég yfirleitt skammir frá viðskiptavinunum þegar áfengið hækkar.  Samt er ég alsaklaus, það er ekki eins og ég ráði hækkunum.  Ég bara vinn á barnum. 

 W00t  Ég verð samt að viðurkenna að ég átti erfitt áðan, mig langaði svo til þess að reykja.  En ég ætla að standa mig, til þess að losna við þessa skattheimtu, og kannski græða betri heilsu í leiðinni.


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Dugleg !

ég er komin á fimmta mánuð

Ragnheiður , 27.6.2009 kl. 04:32

2 Smámynd: Dúa

840 kr pakkinn!

Endar með þeim ósköpunum að maður hættir

Dúa, 27.6.2009 kl. 05:12

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með reykbindið.

Þú er búin með erfiðasta tímann, stattu þig.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 06:28

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært Jóna Kolbrún, til hamingju

Sigrún Jónsdóttir, 27.6.2009 kl. 07:20

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Varla er að hlátursefni að ef þú skuldar lán þá bitna þessar skattahækkanir á þér og öllum sem skulda lán, þetta hækkar vísitölu, verðtryggingu, matur hækkar, allt hækkar.

Það á frekar að setja flatan 25% skatt á allt, þannig fer fólk að hætta að stunda svarta starfsemi, maður fær meira útborgað, eyðir meira í mat, vín, tóbak, bíó, skemmtanir, ferðalög og svo mætti lengi telja. Það styrkir allar stoðir fyrirtækja, það verður ekki fyrir samdrætti vegna þess að fólk hættir að lifa á núðlum, gangi þér svo vel að hætta að reykja, ég ætla að reyna atlögu 4 fljótlega.

Sævar Einarsson, 27.6.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gott hjá þér Jóna Kolbrún ég vissi að þú gætir þetta, ef þig langar í þá skaltu bíða með það í 5 mínútur, og sannaðu til eftir 5 mínútur langar þig ekki lengur í, því þú ert upptekin við annað. Gangi þér vel.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.6.2009 kl. 00:30

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil samt sjá það að tóbak, áfengi og bensín verði tekið út út vísitölunni.  Vegna þessarra hækkana sem stjórnin ætlar að láta yfir okkur ganga.  Burt með verðtrygginguna.!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband