Blessaður drengurinn

Hann er hafður fyrir rangri sök í fjölmiðli sem Jón Ásgeir á.  Hvernig hafa fjölmiðlar Björgólfs bent á Jón Ásgeir og hans afglöp í fjárfestingum og flutingum á fé hingað og þangað?  Er skollið á stríð fjölmiðlakónganna og förum við nú að sjá alvöru kærur?  Ekki frá stjórnvöldum, fjármálaeftirliti, eða sérstökum saksóknara.  Verða það útrárarbarónarnir sem ætla að fella hver annann?  Sem loksins koma lögum yfir siðspillingarliðið?  Kannski er tími til að fagna núna? 
mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvers vegna skyldu útrásarbófarnir fá að ganga lausir ?


Það tók ekki langan tíma að handjárna ungu mennina sem náðu heilum  50.000.000, króna af Íbúðalánasjóði og bankareikningum viðkomandi fyrirtækja sem þeir „yfirtóku“.

Hvað náðu Björgólfarnir miklu ?  5 milljörðum ? 7 milljörðum króna ?

Sama á við um geislaBAUGSfeðgana. Þeir munu hafa náð þúsundum milljarða einnig og ganga enn lausir vitaskuld. Ekki nóg með það. Almenningur kaupir enn hjá þeim nýlenduvörurnar. Í þeim verslunum hafa þeir verið að mjólka almenning með of mikilli álagningu, sem hefði sómt Ebeneser Scrooge vel, þó svo að sumar þessara verslana kallist lágvöruverðsverslanir og „Hagkaup“.

Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur er það ekki ?

Baugsmiðlarnir hafa tamið hjörðina vel. Svo vel að athyglinni er „systematískt“ beint á alla aðra en geislaBAUGSfeðgana og meðreiðarsveina þeirra.

Muna menn það ekki að geislaBAUGSfeðgarnir sögðu breskum bankastjórum sínum að íslensku verslanirnar væru „reiðufjármjólkurkýrin“ þeirra ( cashcow samanber frétt þar um í breskum stórblöðum ) ? 

Þá eru ótaldir milljarðatugirnir sem bankarnir náðu hver um sig inn í gjaldeyrishagnaði með stöðutöku sinni gegn krónunni ársfjórðungslega. Sú aðgerð skekkti gengið verulega þar sem verðlag rauk upp með fallandi gengi krónunnar og hleypti vísitölunni á flug vitanlega. Þannig töpuðu íslendingar á hækkuðum lánum og verðlagi í verslunum milljarðatugum í hvert eitt sinn. Hlutabréf bankanna seldust þar að auki á hærra verði samhliða þessum aðgerðum bankanna. Þannig keyptu og seldu þessir „höfðingjar“hlutabréf sín í bönkunum á víxl, enda með innherjaupplýsingar í farteski sínu.Það er með ólíkindum að þessir böðlar skuli enn ganga lausir. 

Icesave.

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mun vera sá lögspekingur á Íslandi sem þekkir reglur og lög Evrópusambandssins/EES hvað best. Hann ásamt öðrum góðum lögmanni, Lárusi Blöndal hrl., hefur skrifað einar 5 greinar þar sem þeir rekja það hverjar skuldbindingar eru í lögum og reglum um bankastarfsemi á þessu svæði og bankarnir störfuðu eftir undir árvökulu auga ráðherra bankamála honum Björvini . Þeir hafa lagt fram skír rök fyrir því að engin skuldbinding er á íslenska skattgreiðendur umfram það sem er til í innistæðutryggingasjóðnum. Það gildir jafnvel þó að í ljós kæmi að bankarnir hefðu vanrækt að greiða sinn hlut í sjóðinn. Sömuleiðis komast þeir með lagarökum sínum að því að þó svo að hér hafi verið ákveðið að við greiddum úr sjóðum skattgreiðenda til að bæta íslenskum innistæðueigendum upp í topp innistæður sínar, gerir okkur ekki heldur skuldbundna við þá bresku eða hollensku.

Þessi rök þeirra hefur enginn hrakið með neinum lögskýringum. Það eina sem hefur heyrst gegn þeim eru upphrópanir slagorðasmiða.Þetta segir okkur að við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín.

Þeir sem telja sig eiga kröfu á íslenska skattgreiðendur sækja auðvitað þá kröfu sína í gegn um dómstóla. Það er lögvarinn réttur þeirra eins og kemur fram í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson dómari skrifaði á dögunum í Morgunblaðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spillingarliðið hefur séð um sína, það er farið að fjúka í flest skjól þar.  Vonandi förum við að sjá handtökur hjá öðrum en smáglæpamönnum.  Handtökur og kyrrsetningar eigna.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.7.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband