Er ekki hægt að banna svona viðskipti?

Hvernig væri að Alþingismenn tækju sig saman gerðu svona viðskipti ólögleg?  Þarf ekki að búa til lög sem banna svona svínarí.  Kennitöluflakkið virðist vera stórfellt, og allt í boði stjórnvalda?

 Ég hætti að versla við Lyf og heilsu apótekin fyrir mörgum mánuðum saman, við getum sýnt þessum mönnum með samtakamættinum að við samþykkjum ekki svona viðskipti. 

Ég yrði mjög þakklát ef einhverjir gætu birt lista yfir fyrirtæki sem stunda svona viðskipti, bara svo fólk geti tekið sig til og verslað annarsstaðar.  Það hljóta að vera til heiðarlegir venjulegir kaupmenn.  Þangað vil ég snúa viðskiptum mínum. 


mbl.is Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég versla aldrei hjá þessum lyfjakeðjum, þótt tvær slíkar séu í Keflavík, þá ek ég frekar til Reykjavíkur, þótt ég búi í Sandgerði og versla öll mín lyf hjá Grensásapóteki á Sogavegi í Reykjavík.  Að meðaltali er hvert lyf sem ég nota um 400-500 krónum ódýrara í Grensásapóteki en hjá þessum lyfjakeðjum.  Síðast þegar ég fór var ég með 6 lyfseðla og sparaði því um þrjú þúsund.  Bensínkostnaðurinn hjá mér var um 400 krónur.  Þetta er ég búin að gera allt þetta ár og sparnaðurinn er mikill.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Smá leiðrétting apótekið heitir Garðsapótek en ekki Grensásapótek.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 17:42

3 Smámynd:

Já hvílíkt brask. Auðvitað á þetta ekki að vera hægt. Mæli með téðu Garðsapóteki - það er talsvert ódýrara en Lyfja og Lyf og heilsa.

, 29.9.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lyfjakeðjur minnka gæði lyfja og stuðlað almennt lægri laun og minni samkeppni, þjóna engum tilgangi.  Sjúklingar eru samkeppi grundvöllur  og fjöldi keppenda skiptir máli í heilbrigðri samkeppni. Ómissandi sjúklinga lyf eiga að vera bundin hámarksverðum því það geta allir sætt sig við sem gefa ekki skít í náungan. 

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjúklingar eru ekki samkeppi grundvöllur 

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 19:16

6 identicon

það sem mér finnst alveg skelfilegt í þessu að það kom fram í fréttum í dag að hægt er að rifta svona gjörningum 24 mánuði aftur í tímann-verða þá þeir sem hömuðustu eftir hrun sloppnir eftir annað ár aðgerðarleysis ?

zappa (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:52

7 identicon

þetta átti að vera hömuðust efir hrun við að færa eignir á maka og ættingja sloppnir eft..........

zappa (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:54

8 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Kennitöluflakk er mjög algengt í sjoppu- og veitingabransanum. Ég vinn á veitingahúsi sem hefur kennitölu frá seinni hluta síðustu aldar og það telst mjög gamalt í þessum bransa.

En ég er sammála ofanrituðu, ég reyni að forðast að versla við verslanakeðjur, ég vil helst ekki versla í Bónus, hef farið í Krónuna í staðinn, veit þó ekki hvort það er nokkuð betra m.t.t. keðjumyndana í verslun.  Svo versla ég í Fjarðarkaup, enda er það næstum hverfisverslunin mín.  Það er þó nokkuð dýrara og svo er auðvelt að flippa út í verslinu vegna mikils úrvals.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 13:30

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég versla í oft í Pólskubúðinn þar m.a. mikið úrvala af saltsíld  meðal annars marineraðri gúrku síld. Frábærar súpur 99 kr tveir skammtar.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband