Að biðjast afsökunar

Jóhönnu var skylt að biðja þjóðina afsökunar, vegna þess að hún og flokkurinn hennar var við stjórnvölinn þegar hrunið varð.  Það sem mér finnst vanta á eftir þessarri afsökun er loforð um að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. 

 En það er engar vísbendingar um það að finna í kerfinu.  Það er verið að endurreisa gömlu bankana, með gömlu bankastjórunum.  Það eru sömu embættismenn og brugðust í aðdraganda hrunsins við stjórnvölinn þar.  Það eru sömu stjórnmálamennirnir með sömu misvitru aðstoðarmennina með sömu stefnuna og fyrir hrun.  Fjármagnseigendunum skal borgið hvað sem hver segir, það gæti verið mottó þessarrar stjórnar. 


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Við erum litlu bættari með það þótt hún komi með innihaldslitla og sálarlausa afsökunarbeiðni. Fyrir hönd stjórnsýslunnar..... ætli hún hafi verið beðin um að skila afsökunarbeiðni til þjóðarinnar frá einhverjum innan stjórnsýslunnar? Ég hugsa ekki og þess vegna er slík afsökunarbeiðni fyrir þá sem ekki telja sig þurfa að biðjast afsökunar á neinu (þeir myndu væntanlega gera það) einskis virði. Annað hvort meinar maður það sem maður segir eða sleppir því.

Örvar Már Marteinsson, 7.10.2009 kl. 02:23

2 Smámynd:

Eins og ég sagði við börnin mín: "ekki vera að biðjast fyrirgefningar ef þú ætlar svo að endurtaka athæfið".

, 7.10.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband