Ekki bara í útlöndum

Svipað gerist á Íslandi líka, ég hef heyrt fleiri en einn og fleiri en tvo lýsa svipuðu greiðslukortasvindli hérna á Íslandi.  Ef menn fara inn á ákveðinn stað á stór-Reykjavíkursvæðinu og eru mjög drukknir, geta mörg hundruð þúsund krónur horfið af greiðslukortum þeirra á met tíma.  Þeir sem hafa kvartað við mig, lögðu ekki í kærur vegna aðstandenda sinna. 
mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

´Mér finnst verðið á víninu hækka eftir því sem maður verður drukknari.  Ég fór eitt sinn á ball með vinnufélögum mínum.  Ég fékk mér þar fjórum sinnum tvöfaldan í 7upp.  Fyrst tvö glösin kostuðu það sama en síðar tvö höfðu tvöfaldað sig.  Ég hafði nefnilega hirt afritin og sá því þetta daginn eftir. 

Ég hefði hinsvegar ekki geta kært þetta því ég var ölvaður og hefði ekki geta neitað því.

Offari, 6.11.2009 kl. 01:28

2 identicon

Ég lenti nú bara í þessu í leigubíl hérna á Íslandi.

"Úbbs, ég hef óvart slegið auka núll inn" sagði leigubílstjórinn bara þegar hann rétti mér afrit upp á 50.000kr.

Karma (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband