Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólastress, hvað er nú það?

Ég hef aldrei verið svona afslöppuð fyrir jól, börnin mín hafa verið svo dugleg t.d bakað þrjár sortir af smákökum og hafa tekið til hendinni á heimilinu við þrif og tiltektir. Ég hef bara verið í afslöppun hérna heima, en ég skrapp í innkaupaleiðangur í...

Þjófavarnir á tækniöld.

Ég skrapp inn í Kringlu með systur minni og keypti tvær jólagjafir, sem er ekki í frásögur færandi. Í fyrstu búðinni keypti ég gjöf handa pabba mínum. Svo var gengið á milli búða og systir mín keypti nokkrar gjafir líka. Þegar ég og systa komum við í...

Mikið blæs hann hraustlega hérna á Nesinu!

Ég var úti að reykja og það er ekki stætt úti á tröppum hjá mér, ég varð að fara í skjól. Úti í garði hjá mér er frekar gamalt jólatré, u.þ.b 12-14 metra hátt, ég er að vona að það brotni svo ég hafi meira pláss í garðinum mínum, þetta tré tekur allt of...

Ég er búin að kaupa 7 jólagjafir og pakka þeim inn líka!

Ég ætla ekki að lenda í því að eiga eftir að kaupa allar jólagjafirnar viku fyrir jól. Eins og gerðist í fyrra. Þá var ég fram á morgun á aðfangadag að pakka inn því sem ég hafði keypt á síðustu stundu. Núna ætla ég að pakka öllu inn um leið og ég kaupi...

Bílavandræði, lánsbíllinn er líka bilaður!

Bíllinn minn er búinn að vera bilaður í allavega 2 vikur, gangtruflanir hafa verið að stríða okkur og núna varð ég að skilja lánsbílinn eftir á Eiðisgrandanum, Ég keyrði í poll við Ánanaust á leiðinn heim úr vinnunni og eitthvað hefur blotnað, ég gat...

Hvar var tunglið í kvöld?

Ég fór í góðan göngutúr með hundinn minn, hann Úlf í kvöld. Það var alveg yndislegt veður logn og alveg stjörnubjart, en á göngu minni saknaði ég tunglsins. Ég er vön að skoða það og stjörnurnar á gönguferðum okkar, en í kvöld var ekkert tungl á himni?...

Snjóbylur eða hundslappadrífa?

Ég var stödd á læknamiðstöðinni í Glæsibæ um hádegisbilið í gær fimmtudag, þegar eldri maður ( eldri en ég allavega ) leit út um gluggann og sagði "það er snjóbylur úti" ég var nú hvummsa og sagði það er ekki bylur í logni þetta er í besta falli...

Ef það væri til námskeið í styrkjakerfi Tryggingarstofnunar!

Ef það væri til námskeið í því hvernig maður getur notið allra þeirra styrkja og bóta sem maður á rétt á og tryggingarstofnun veitir, þá væri ég ein af þeim fyrstu til að sækja þetta námskeið. Sumir virðast fá styrki á báða bóga meðan aðrir fá ekki...

Týndu sauðirnir komnir heim

Dóttir mín sem flutti með litla barnabarnið mitt norður í Fljótin, fyrir rúmum þremur mánuðum, er komin heim og þau ætla að vera hjá mér fram yfir jól. Ég er búin að tala við þau í síma á hérumbil hverjum degi síðan þau fluttu frá mér, bæði dótturina og...

Tryggingarstofnun og svikararnir

Það er ekki eðlilegt hvernig tryggingarstofnun starfar, þar geta svikarar svikið út að því er virðist tugi milljóna, bæði starfsmenn og læknar. Svo eru tryggingaþegar sem virkilega vantar hjálp sviptir öllum möguleikum að fá hjálp hjá þessari stofnun. Ég...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband