Afhverju tekur Quest upp hanskann fyrir okkur Íslendinga ?

Á meðan íslensk stjórnvöld keppast um það að taka upp hanskann fyrir Breta og Hollendinga?  Ég fagna öllum þeim sem hafa samúð með okkur þjóðinni sem á víst að borga IceSlave hvað sem sanngirni og jafnvel lög segja til um. 

Ég er sérstaklega sammála þessum kafla í röksemdafærslu Quest,  "Upphæðirnar, sem krafist er (innan við 5 milljarðar dala) eru smáaurar í ljósi þess að Bretar einir munu taka 500 milljarða dala að láni á næstu tveimur árum.  Áhrifin á Ísland og íbúana þar verða hins vegar mun meiri en örlætisvottur ríkra þjóða (svo virðist sem aðeins bankamönnum sé sýnt örlæti og þá þegar þeir eru að fara á hausinn)," skrifar Quest m.a." 

Mér finnst útlendingar hafa meiri samúð með okkur þjóðinni sem stjórnin ætlar að okkur borga hvað sem hver segir.  Ég óska þess að íslensk stjórnvöld fari að sjá að sér og byrja að vinna fyrir okkur Íslendinga.


mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Robert Preston hjá BBC segir í bloggi sínu " „Ef tekið er tillit til þess hve mikið við höfum öll greitt fyrir ábyrgðarlausa hegðun bankanna kemur kannski á óvart afhverju við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir í niðurlagi greinar hins áhrifamikla viðskiptafréttaritstjóra BBC, Robert Peston, sem hann birtir á bloggsíðu sinni hjá BBC.

Fyrirsögnin á grein Peston er „Við erum öll Íslendingar núna" en þar segir ritstjórinn m.a. að flestir hagfræðingar, seðlabankastjórar og fjármálaráðherra myndu halda því fram að þeir væru því þakklátir að í Bandaríkjunum og á Bretlandi sé fólk ekki eins fullveldisvætt (ef vit er í því) og á Íslandi." Svo segja Jóhanna, og Steingrímur við ætlum að standa við IceSlave samningana og Össur jarmar, þetta hefur engin áhrif á aðildarþjóðir ESB þau ætla ekki að hafna okkur!!!!!!!!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2010 kl. 01:51

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hárrétt Jóna.  Að setja hlutina í rétt "perspective" hjálpar flestum að skilja hversu mikil, eða hversu lítil byrðin er.

Maður gæti jafnvel haldið að ríkisstjórnin væri haldin alkunnu mikilmennskubrjálæði, sem geisaði á Íslandi 2005, 2006,2007, svona eins og þegar bankastjórahöfuðpaurar fóru að bera saman launin sín, við Wall Street og þá kóna alla.

Horfumst í augu við staðreyndir;

Við erum rúm 300.000, Bretar eru  rúm 60.000.000 og Hollendingar rúm 16.000.000

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.1.2010 kl. 04:57

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er ekki síst tækifærið til þess að sýna fjármálaöflunum alvöru viðspyrnu sem við verðum að hafna samningnum. Þetta er valdabarátta þar sem hagur stjórnmálamanna og fjármalaafla er sá að geta haldið áfram að hafa almenning sem vinnumaura fyrir sig. Nú höfum við tækifærið til þess að efla lýðræðið og segja skýrt að valdið sé hjá fólkinu og það neyti að axla mistök fjármálaaflanna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.1.2010 kl. 07:42

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Við sem almenningur höfum jafnframt aldrei frekar en nú þurft að vera virk í okkar stjórnmálaflokkum því annars mun valdið í þeim einnig fara til fjármálakerfisins eins og við sjáum svo glöggt þessa dagana þar sem félagshyggjuflokkarnir eru að fara í algjöra andstöðu við yfirlýsta stefnu í kosningabaráttunni og vinna í hag fyrir fjármálaöflin. Icesave er ekki flokkspólitískt mál heldur mál þar sem valdabaráttan er milli hins almenna skattgreiðanda annarsvegar og alþjóðlegra fjármálaafla hinsvegar. Þessi öfl beita hinsvegar fyrir sig pólitískum flokkum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.1.2010 kl. 07:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki alltaf nóg að vera virkur í sínum flokki, því flokkurinn sem ég gekk í vegna góðra málefna og staðfastra forystumanna fékk ekki inni hjá almenningi landsins í síðustu kosningum.  Þó voru stefnumálin þannig að ef þeim hefði verið fylgt, værum við miklu betur sett í dag en orðið er.  Því miður þá kýs fólk ekkert annað en sama gamla flokkinn sinn aftur og aftur og aftur og vonar að næst geri hann eitthvað annað en síðast.   Eða trúir bullinu sem veltur upp úr fólkinu aftur og aftur fyrir kosningar, þegar útséð er með að ekkert stenst eftir kosningarnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 10:29

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ásthildur það er fjöldi virkra meðlima sem skiptir máli og hvaða hagsmuna þeir hafa að gæta. Ég t.d. trúi á stefnu og hugsjónir Sjálfstæðisflokksins en ég er alveg sammála Styrmi að við sem kjósendur eigum ekki bara að afhenda þeim atkvæði okkar og vera svo valdalaus í 4 ár. Við eigum að geta gripið í taumana líkt og nú er að gerast. Þannig myndi Ríkisstjórnin þurfa að vanda sig betur til að afla málstað sínum fylgi, eiga meiri samvinnu við stjórnarandstöðu og gæta að hagsmunum almennings. Við eigum að nota þetta tækifæri til breytinga og koma á beinna lýðræði. Ég trúi ekki á að útrmýma flokkakerfinu heldur tel ég að þeim beri að veita meira aðhald. Eins og ástandið er í dag hafa fjármálaöflin of mikil áhrif innan allra flokka. Ég vil hag fjármálakerfisins sem bestan en það þarf að spila af ábyrgð og taka ábyrgð af eigin mistökum. Það á ekki að geta sent almenningi reikninginn.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.1.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband