Ætli Jóhanna viti af þessu?

Það er ekki að sjá, hún er ennþá að tala um nýja samninga.  Jóhanna vill að almenningur borgi allar skuldir Björgólfanna, og hinna sem áttu og stjórnuðu Landsbankanum.  Það eru fleiri og fleiri útlendingar sem bera hag okkar Íslendinga meira fyrir brjósti en stjórnarliðarnir.

  Jóhanna, Steingrímur og Össur eru alveg æst í það að borga IceSlave, þrátt fyrir að fleiri og fleiri bendi þeim á að það væri lögleysa.  Ég er ekki að skilja þennan æsing þeirra stjórnarliða í það að skuldsetja okkur þjóðina næstu áratugina fyrir aðgang að ESB.  Það hlýtur að vera aðaldrifkrafturinn í borgunarvilja stjórnarliða. 

Þessi Martin Wolf er dálkahöfundur dagblaðsins Financial Times og er það virt blað.  Á morgun mun einhver stjórnarliði væntanlega gera lítið úr þessum blaðamanni, og hrekja röksemdir hans.  Þannig hefur stjórnin allavega unnið uppá síðkastið. 


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóna, við skulum bara vona að Hrannari verði ekki sleppt lausum á hann

Sigurður Þórðarson, 15.1.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Þyrnir

Hún getur farið á

http://www.ft.com/home/europe

Þyrnir, 15.1.2010 kl. 01:22

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nei það þarf að loka einkaeldhúsdagsumræðum Hrannars .... annars verð ég að segja "á dauða mínum átti ég von" fyrr en þessi stjórn héldi áfram að verja málstað glæpahyskis undir því yfirskyni að allir Íslendingar beri ábyrgð á þeim, fram í rauðan dauðann.

Það er eitthvað annað og alvarlegra að skekja þessa fyrrum forkólfa og baráttumenn alþýðunnar. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.1.2010 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband