Þjóðaratkvæðagreiðslan

Og væntingar stjórnmálamanna til hennar.  Ég er alveg viss um það að ekki er til áætlun um það hvað verði gert þegar við þjóðin fellum þennan IceSlave samning í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. Mars.  Ætlar stjórnin þá að leika sama leikinn og þegar forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að staðfesta IceSlave samninginn?  Verður ringulreið og óvitaskapur eins og þegar forsetinn neitaði að samþykkja þennan svikasamning? 
mbl.is Eðlilegt að undirbúa viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Icesave samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Það er pottþétt.  Stjórnarliðar hljóta að vera viðbúnir því.  Þeir geta ekki verið í þeirri afneitun að það gerist ekki.  Og þó.  Það var undarlegt að heyra þá hvern á fætur öðrum segja að ekki hafi hvarflað að þeim að forsetinn myndi vísa frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðlsu.  Ég á við að það lá ljóst fyrir.  Það kom fram í áramótaávarpi forsetans og undirskriftir almennings voru öllum ljósar.  Fílabeinsturninn virðist hafa verið algjörlega einangraður frá vilja almennings.

Jens Guð, 24.1.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann fellur,er ekki kominn tími til að hinn almenni launamaður sýni mátt sinn og megin.  Eitthvað er mig farið að gruna í sambandi við þessa þrákelkni stjórnvalda,og ofur þrá eftir að komast í E.S.B.,skellir skollaeyrum við öllu sem styður þá staðreynd að ábyrgðin er ekki okkar.Klifar svo fyrst og síðast á því að ehv.minnismiði frá fyrri ríkisstjórn skildi þjóðina til að borga,þótt m.a. Ingibjörg Sólrún,staðfesti að með Brussel viðmiðum falli það niður.   Grunur minn er og hefur lengi verið ,að þeir muni geta eytt gögnum sem sanni glæp fjárfesta þeirra við hrunið,eftir inngöngu í E.S.B.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2010 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband