Ég er hrædd um að Hæstiréttur sé ekki hlutlaus

Ef maður ætlar að spá um framtíðardóma Hæstaréttar, er þá ekki best að skoða dómana sem fallið hafa undanfarin ár?  Ég held að engum dyljist það að Hæstiréttur er ekki hlutlaus dómur.  Þar hafa sérvaldir vildarvinir sitjandi stjórnmálamanna verið settir sem dómarar.  Getum við treyst því að hlutleysis verði gætt í þessu aðkallandi máli gegn myntkörfulánunum alræmdu.  Ég hef ekki trú á því að Hæstiréttur samþykki þennan nýgengna dóm.  Heldur felli hann til verndar vinum sínum fjármagnseigendunum. 
mbl.is Hæstiréttur þarf að skera úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Jóna það má ekki gleyma því að þó að hæfustu einstaklingarnir hafi ekki alltaf verið valdir í Hæstarétt hafa þeir alltaf verið dæmdir hæfir. Það er innprentað í okkur Íslendinga áð einstaklingsfrelsi eigi að vera virt sem og hlutlaus dómstóll. Vissulega hafa dómar ekki alltaf farið eins og allir vilja en ég kýs að trúa því að dómarar í Hæstarétti vandi sig og fari eftir sannfæringu sinni þar til annað kemur í ljós.

Ég hef heyrt að fólk óttist að dómstólar þori ekki að dæma þannig að hætta sé á öðru bankahruni. En ef rök slíks dóms yrðu arfaslök yrði enn meiri hætta á byltingu almennings. Hvort ætli þeir vilji?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.2.2010 kl. 04:54

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Grundvallarskylda Hæstaréttar ætti að dæma alltaf samkvæmt lögum og með skýrum hætti, útskýrt á mannamáli :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.2.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband