Bretar eru farnir að stjórna Íslandi

Það er greinilegt á fréttum undanfarinna daga að Ísland er ekki undir stjórn Íslendinga.  Bretar ákveða hver segir hvað og hvar, hvað skal gert að hvar.   Jóhanna, Steingrímur og Össur eru eins og þeytispjöld og reyna að þóknast Gordon Brown og Alister Darling.  Bretarnir eru búnir að setja hræðsluáróðurinn í botn, annaðhvort samþykkjum við að borga IceSlave eða við höfum verra af. 

Ég hef oft undanfarna 16 mánuði undrast þjónkun íslenskra stjórnvalda við erlendar stjórnir, það er eins og Gordon Brown ráði því hvernig innanríksimál eru afgreidd hérna á Íslandi.  Hann hefur valdið okkur stórfelldu tjóni vegna hryðjuverkalaganna sem hann beitti okkur.  Hann sjálfur heldur hlífiskyldi yfir aðaleiganga Landsbankans, Björgólfur Thor býr í ríki Gordons Brown. 

Björgólfur Thor virðist vera laus allra mála, hann hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu.  Nema að það hafi verið gert án þess að fréttir hafi verið fluttar af því.  Ætli Björgólfur Thor sé ennþá á Forbes listanum yfir ríkasta fólk í heimi? 


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Sammála þér Jóna. Bretar eru annað en fallit stórveldi í umsjá Bandarikjanna. eins og reyndar eins og restin af Evrópu

Björn Emilsson, 3.3.2010 kl. 02:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tók efir þessu í dag;Bretar segja,Bretar vilja. Ég bíð þér góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2010 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband