Það er skárra að vera blindur en dauður

Þessi fíflalegi drykkjuleikur er skárri en drykkjuleikurinn þar sem ungmenni drekka 21 skot á stuttum tíma, þar er afleiðingin ekki blinda.  Í þeim drykkjuleik hafa mörg ungmenni týnt lífi sínu, áfengiseitrun er afleiðing þessa drykkjuleiks. 

Ekki skil ég hvernig þessir drykkjuleikir eru svona vinsælir, eru foreldrar þessarra ungmenna á sama plani og börnin?  Vonandi verða þessir drykkjuleikir aldrei vinsælir hérna á Íslandi. 


mbl.is Hættulegur drykkjuleikur nær vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er erfitt að skilja svona. Þó hefur maður í den verið í partíum þar sem sumir eru í að mana hverja aðra í einhverja vitleysu. Fíflagangur og kjánaprik með mis-alvarlegum afleiðingum.

Ólafur Þórðarson, 27.5.2010 kl. 13:13

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég fékk nú tár í augun við lestur þessarar fréttar.  Hvernig dettur fólki þessi vitleysa í hug?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.5.2010 kl. 13:21

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi banvæni drykkjuleikur sem hefur náð nokkurri fótfestu í Ameríku snýst um það að drekka 21 snapsa á 21 árs afmælinu.  Margt ungt fólk tekur þessarri drykkjuáskorun og margir hafa dáið, og örugglega margir hlotið skaða af þessu.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband