Þöggun kirkjunnar

Mér þótti leitt þegar ég las það um daginn að Karl Sigurbjörnsson biskup hefði tekið þátt í þöggun á kynferðisofbeldi Ólafs Skúlasonar fyrrverandi biskups. 

Ég hafði mikið álit á Karli fyrir þessa frétt sem sagði að Pálína sem flæmd var frá Íslandi hefði þurft að hlusta á tvo presta reyna að þagga niður í henni, ég man ekki í dag hvað hinn presturinn heitir. 

 Mér finnst að báðir prestarnir sem reyndu að þagga niður í Pálínu ættu að segja af sér öllum störfum innan þjóðkirkjunnar. 

Svo legg ég til að þjóðkirkjan verði lögð niður. 


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ekki endileg að að leggja þessa kirkju niður, heldur taka af henni þau forréttindi að Íslendingar séu sjálfkrafa skráðir í þennan Ríkiskirkjusöfnuð, sé ekki eitthvað annað sérstaklega umbeðið. 

Síðan að hvorki skírn né ferming sé leyfð fyrr en eftir sjálfræðisaldur til að forða blessuðum börnunum frá ofríki foreldra sem vilja ráðgast með það í hvaða trúflokki ósjálfráða börn séu skráð í, sem er einföld þvingunaraðgerð.

Slíkt verður ekki einfaldlega leyst með því að viðkomandi geti beðið um afskráningu seinna meir. 

Þennan kirkjusöfnuð ætti að reka einsog hvern annan sértrúarsöfnuðsem lifir á og er rekinn af frjálsum framlögum safnaðarmeðlima, ef þeir þá hafa nokkra þegar upp er staðið.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 21.8.2010 kl. 03:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þjóðkirkja = Ríkiskirkja

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.8.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Þjóðkirkja - ríkiskirkja???

Hvað segið þið um þjóðsjoppu - ríkissjoppu?

eða þjóðblómabúð - ríkisblómabúð.......

Það er margt að sækja á ríkisjötuna..... og þeir sem þar eru láta ekki eftir sín "áunnu réttindi"

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 22.8.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband