Það er greinilegt að 60% treysta okkur 40% fyrir lýðræðinu...

Það er greinilegt að 60% treysta okkur 40% fyrir lýðræðinu.  Mér finnst það til skammar að 60% þjóðarinnar hafi setið heima og treyst því að við 40 % sem nenntum að mæta og kjósa á stjórnlagaþingið. 

Ég hlakka til þess að sjá hverjir hafa hlotið kosningu á stjórnlagaþingið, ætli þessi 60% sem sáu ekki ástæðu til þess að mæta og kjósa sætti sig við niðurstöðu kosningarinnar? 

Eða ætla þessi 60% að væla á netinu yfir ósanngirni eða einhverju öðru?  Þessi 60% hafa afsalað sér lýðræðinu og ákvarðanatökunum á næstunni... Verði þeim að góðu....


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

"það er ljóst að þjóðin hefur ekki svarað kalli vinstri stjórnarinnar...."

Stefán þarna fyrir norðan, þetta var eina sem ég sá áður en ég skráði mig inn á mína síðu bara..

*hrollur*

ég er ein fjörtíu prósentanna

Ragnheiður , 28.11.2010 kl. 02:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fólk sem sat heima hefur fyrirgert rétti sínum til að nöldra og rífast um ástandið. Megi þau hafa skömm fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2010 kl. 02:20

3 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Þvert á móti, ykkur er skömm fyrir það að kjósa og að taka þátt í þessaru endemis vitleysu og reginheimsku. 

Þetta mun ekki áorka neinu, stjórnarskráin brást okkur aldrei, ef satt skal segja er þetta varla múgsefjun, múgurinn er varla svo heimskur að sefjast við þetta.  Hins vegar hef ég alltaf haldið að minnihluti þjóðarinnar væri fífl og minna en 50% þáttaka þjóðarinnar í þessari djöfulsins vitleysu er ágætis sönnun á því. 

Hins vegar vilja 40% sem tóku þátt eflaust meina að meirihluti þjóðarinnar séu fífl.  Meðaltal greindarvísitölu er 100 og gerið þið tölfræðina.  Í raun er eini tilgangurinn í þessari peningaeyðslu sá að Jóhanna vonar sennilega að það gleymist að hafa það með að tryggja skuli sjálfstæði þjóðarinnar. 

Ég undrast þó, að skuli vera til fé fyrir þessu, en ekki spítala í Vestmannaeyjum. 

Arngrímur Stefánsson, 28.11.2010 kl. 02:46

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég myndi vilja að það þing og sú ríkisstjórn sem nú situr afgreiði niðurstöður þessa stjórnlagaþings. Verst að það mun taka næsta árið að minnsta kosti og við höfum bara ekki þann tíma ef við ætlum að byggja þetta land áfram. Vonandi hrökklast því þessi stjórn frá og efnt verði til nýrra kosninga í febrúar og þetta stjórnlagaþing sett á næsta haust til dæmis. Ábyggilega vænsta fólk sem hefur verið kosið þarna, þó svo það hefði mátt fá sama úrtak með því að dreifa happaþrennum meðal þjóðarinnar og hafa þingsæti í vinning!

Björn Finnbogason, 28.11.2010 kl. 03:18

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ekki afgreiði ég fólk,sem heimskingja,þótt maður láti nú ýmislegt flakka í hita leiksins. Við vorum jú að kjósa fólk á stjórnlagaþing,að áeggjan þingsins. Ég bauð ættingja mínum að keyra hann á kjörstað,svarið var nei. Hann er ekki hlynntur ríkisstjórninni,en sagði;síðan á þingið eftir að samþykkja gerð stjórnarskrárinnar og hefur öll ráð til að hafna henni ef henni hugnast hún ekki; Trúin á yfirgang stjórnarinnar á þingi er algjör. Hvernig líður fólki sem hefur upplifað þvinganir og svikula ríkisstjórn,tilbúna að ofurselja okkur yfirráða-apparati Evrópu,lýgur og stingur undir stól öllum sönnunum um sakleysi okkar í Icesave. Hefði ekki til komið þvinganir Jóhönnu,hefði umsókn í ESB aldrei verið samþykkt,hafi hún ævarandi skömm fyrir. Þetta lið er ekki heimskt, en slóttugra en fjandinn. Með kveðju Jóna mín Kolbrún.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2010 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband