Öfund

Var það ástæða stórfellds þjófnaðar þessa manns? 

 Öfundaði hann fangana svona mikið vegna aðbúnaðar þeirra að hann þráði að verða einn af þeim? 

Ætli hvítflibbaglæpamennirnir sem hann vistaði hjá sér hafi kennt honum hvernig best sé að komast í vel launað frí? 

Með allri þjónustu eins best verður boðið á Íslandi, með tannlæknaþjónustu og ýmsu öðru sem fylgir afplánun fanga í dag?

Kannski gætu fátæk börn og fátækir foreldrar tekið hann sér til fyrirmyndar, þá fengju þau kannski tannlæknaþjónustu við hæfi? 

Ps:  bara til þess að fyrirbyggja misskilning, þá er þetta kaldhæðni.... 


mbl.is Forstöðumaður Kvíabryggju handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Jóna: Bara til að fyrirbyggja misskilning, þá verða fangar að borga allan tannlæknaþjónustu sjálfir, þótt þeir fái ekki eiginleg vinnulaun meðan þeir sitja inni. Í staðinn fyrir að gagnrýna það að þeir fengu áður tannlæknakostnað borgaðan upp að vissu marki, þá ættirðu frekar að gagnrýna íslenzka fasistaríkið fyrir að veita ekki ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Þetta sligar efnahag fátækra foreldra á meðan helvítis alþingismennirnir (og -konurnar) njóta alls konar fríðinda eins og verstu sníkjudýr.

Hvað velferðarmál snertir, þá er Ísland svo aftarlega á merinni, að velferðarráðherrar í Afghanistan og Zimbabwe hafa haft samband við mig og beðið mig um að hætta að líkja löndum þeirra við Ísland, því að það er slæmt fyrir orðspor þeirra ...

Vendetta, 5.3.2011 kl. 12:48

2 Smámynd: Vendetta

Og bara til að fyrirbyggja annan misskilning, þá er ekki búið að sanna eitt eða neitt í þessu máli, en það er vafasamt að um stórfelldan þjófnað sé að ræða, eins og þú kemst að orði. Og það er óskiljanlegt, að Geirmundur verður kannski ákærður, meðan alvöru tugmilljarðaræningjar, Jón Ásgeir, Sigurjón Þ. o.fl. fá að ganga lausir og sleppa við allar ákærur. Sem sannar það sem allir vita: Á Íslandi er það þannig að ef þú stelur nokkrum þúsundköllum, þá ferðu í fangelsi, en ef þú stelur tugum milljarða, þá færðu ennþá fleiri milljarða.

Vendetta, 5.3.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jæja mér tókst greinilega ekki að nota kaldhæðni, miðað við það sem þú segir Vendetta...  og PS: ég er fylgjandi ókeypis tannlækningum fyrir öll börn á Íslandi undir 18 ára aldri...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2011 kl. 02:19

4 Smámynd: Vendetta

Ég líka. Þetta var hér á Íslandi áður fyrr fyrir grunnskólabörn (þ.e.a.s. ókeypis), þar eð tannlæknastofur voru í stærri skólum. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum. Síðan var þetta lagt niður hér á landi einhvern tíma á bilinu 1980-2000 í einhverju niðurskurðarfrenzy borgarstjórnar eða heilbrigðisyfirvalda. Með auknum tannskemmdum barna sem afleiðingu.  

Vendetta, 6.3.2011 kl. 13:57

5 Smámynd: Vendetta

P.S. Ég skildi alveg kaldhæðnina, en ég svaraði með upplýsingum um þetta, því að það er mjög lítil vitneskja meðal almennings um hvernig aðstæður eru í fangelsum, og sérstaklega þegar slkellur á kreppa að þá koma fram raddir um að fangar hafi það allt of gott. Það er álitamál hvort að eigi að halda áfram að refsa föngum eftir að þeir eru komnir inn eða ekki, sumir fangar verða þegar fyrir því beint eða óbeint.

En varðandi tannlæknaþjónustu við fanga, þá hef ég fengið upplýst frá þeim sem þekkja til, að fram til haustsins 2009 fengu fangar greiddan tannlæknakostnað upp að 41.000 kr. á hverju almanaksári og fangarnir sjálfir urðu að borga allt framyfir það. Síðan var þetta lagt af vegna kreppunnar svo að nú þurfa fangarnir að borga allan tannlæknakostnað sjálfir. Hið opinbera borgar þo enn komugjöld á heilsugæzlustöðvar og fyrir lyf skv. lyfseðli frá lækni.

Vendetta, 6.3.2011 kl. 14:10

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Amen :)  Ég man ennþá eftir skólatannlæknum, ég hafði skólatannlækni á mínum yngri árum.  Þegar eldri börnin mín voru ung fékk ég alltaf 75% endurgreitt af öllum tannlæknakostnaði.  Í dag er það ekki raunin, núna borga ég kannski tæpar 13.000 krónur fyrir heimsókn með yngsta barnið mitt til tannlæknisins og fæ endurgreitt rúmlega 3.000.   Það þarf að semja við tannlækna strax, það er ólíðandi að tryggingarstofnun (sjúkratryggingasjóður?)  hafi ekki samið við tannlækna fyrir mörgum árum.  Börn láglaunastéttanna, öryrkjanna og atvinnuleysingjanna fá litla sem enga tannlæknaþjónustu í dag...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband