Til hamingju Finnland, Onneksi olkoon Suomi!!

Þessi kosningarúrslit eru frábær, einmitt það sem ég hef hlerað hjá Finnum sem ég þekki. 

Ég hef ferðast til Finnlands á hverju ári í 10 ár til þess að æfa mig í finnskunni minni.  Ég er sammála vinum mínum í Finnlandi að það á ekki að styðja það að bjarga Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum. 

 Af hverju ætti saklaus Finni, Dani, eða Þjórverji að borga fyrir þá sem ekki fóru eftir reglunum? 

Maður spyr sig


mbl.is Þjóðarbandalagið sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála þér,ég fagna líka úrslitunum í Finnlandi. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2011 kl. 02:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðarflokkurinn fær sennilega forsætisráðherran í þetta sinn, en sá er allavega hálfvolgur Evrópusinni. Finnar kalla Jyrki-Boy, sem er uppnefni Jyrki Katainen, sem morgunblaðið segi að þýði undrabarn.  Ekki kann ég Finnsku en ég er á því að hér hafi finnar eitthvað annað í huga. T.d. þetta yndislega hallærislega lag, sem heitir Jyrki Boy.

Eftir því sem ég kemst næst þá er Jyrki Grískt nafn og gæti útlagst sem Yrkir á íslensku eða bóndi.

Ef þessi piltur er af Grískum legg, þá er ég ekki hissa á að hann vilji halda áfram að henda peningum í beiláthítina.

Svo get ég verið að miskilja þetta allt saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 08:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þessar hamingjuóskir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband