Seðlabanki Íslands í þágu hverra?

Ég er sammála Sigmundi Davíð, í fyrsta skiptið á ævi minni. 

Yfirlýsing Seðlabankans er fyrir neðan allar hellur.

Það er eins og Seðlabanki Íslands sé á mála hjá öllum öðrum en okkur Íslendingum.

Hverjir eru að borga fyrir öll þessi möt á hæfi okkar Íslendinga að borga skuldir okkar? 

Hverjir borga reikningana þegar Standard and poor's og Moody's gera greiðslumat fyrir okkur Íslendinga? 

Er það íslenska ríkið, eða einhver banki, eða kannski einhver annar? 

Maður spyr sig...


mbl.is Gagnrýnir Seðlabanka harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki að vera sátt við það að menn segi álit sitt?

Ég hefði viljað heyra meira af þessu fyrir hrunið í október 2008.  Þá þorði enginn að segja hvað var um að vera og hvert við værum að stefna af ótta við að einhver matsfyrirtæki myndu fella lánshæfismat þjóðarinnar. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 06:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stefán minn,eigum við að rekja okkur aftur í tímann annars, þetta er vettvangur Jónu Kolbrúnar,ætlaði að óska henni gleðilegs sumars,sem ég geri hér með og öllum hennar gestum hér.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2011 kl. 13:52

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

fyrir hrunið var Ísland í AAA flokki, alveg fram á síðasta dag fyrir hrunið...  Ég hef enga trú á þessum matsfyrirtækjum...   Og gleðilegt sumar Helga 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2011 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband