Lýsispillur vinsælar

Ég er búin að vera að leita af lýsispillum í versluninni sem ég versla oftast við, þar hef ég ekki fundið lýsispillur í tvær vikur. 

Svo sá ég miða í versluninni í dag, þar sem sagði að lýsispillurnar væru við afgreiðslukassana. 

Svipað átti sér stað fyrir 2-3 árum þá var ekki hægt að finna rakvélar og rakvélablöð nema við afgreiðslukassana.

Þessi útlendu þjófagengi hafa látið greipar sópa hérna í allt of langan tíma næstum óáreitt.

Er ekki kominn tími á öryggisverði í verslunum, óeinkennisklædda?   Hvaða gagn er af myndavélakerfunum sem eru allsstaðar?  Leysa þau vandann?  Hafa margir þjófnaðir verið upplýstir vegna eftirlitsmyndavéla? 


mbl.is Á leið úr landi með mikið magn þýfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Trúðu mér, þetta er rétt að byrja. Landið gæti fyllst af "innflytjendum" þegar Rúmenía er komin inn í Schengen.

Þráinn Jökull Elísson, 29.10.2011 kl. 01:55

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sammála Þráinn,Rumenar eru stór plága á Italiu og í öðrum löndum.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.10.2011 kl. 15:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahha það hefur náttúrulega allt verið orðið lýsislaust í búðum! En þið áttið ykkur á því að íslendingar stela líka? Er það ekki?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2011 kl. 16:38

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jú Íslendingar stela líka, en samt ekki svona eina ákveðna vörutegund eins og lýsispillur og rakvélablöð.  Íslendingar stela frekar Kardimommudropum og dýru kjöti sem hægt er að selja fyrir næsta skammti af brennivíni eða eiturlyfi...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.11.2011 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband