Týndu sauðirnir komnir heim

Dóttir mín sem flutti með litla barnabarnið mitt norður í Fljótin,  fyrir rúmum þremur mánuðum, er komin heim og þau ætla að vera hjá mér fram yfir jól.  Ég er búin að tala við þau í síma á hérumbil hverjum degi síðan þau fluttu frá mér, bæði dótturina og dóttursoninn.  Ég þarf að sofa í stofunni næstu vikurnar eða fram á næsta ár.  Mér er alveg sama vegna þess að sófinn minn er frekar þægilegur að sofa í.  Og ég hef þau hérna hjá mér, ég hef saknað þeirra beggja mjög mikið.  Það er svo gott að hafa þau heima afturWoundering 

Svo verra mál bíllinn minn er aftur kominn á verkstæði með sömu veiki og síðast "gangtruflanir" og nú lítur út fyrir að það þurfi að kaupa nýtt ventlalok og væntanlega eitthvað fleira.  Ég vona að það setji mig ekki á hausinn svona rétt fyrir jól! 

Svo smá sniðug saga af barnum í kvöld, ég þekki einn Japana ágætlega, hann er giftur finnskri konu og hefur búið í Finnlandi í 10 ár, og þau tvö hafa búið hér á Íslandi í bráðum tvö ár.  Þegar hann kemur á barinn tölum við saman á finnsku.  Hugsið ykkur Japani og Íslendingur að tala saman á finnsku.  Í kvöld var ég í bol sem vinkona mín sendi mér frá Finnlandi í október, Japaninn sagði mér að hann ætti alveg nákvæmlega eins bol, sem hann fékk nýlega sendann frá fjölskyldu konunnar sinnar, sem býr á sama svæði og vinkona mín eða í nágrenni Seinäjoki. Ein hamingjusöm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband