Eyþór var flottari

Ég horfði á bandið hans Bubba í fyrsta skipti í kvöld, báðir sungu strákarnir vel.  En ég kaus Eyþór vegna þess að mér fannst hinn, svo skrýtinn til augnanna.  Ekki veit ég hvað það var, kannski starði hann undarlega að mínu mati þessi Arnar.  Ég stelst oft til þess að fylgjast með Ameríska idolinu, svo fylgdist ég með þessu íslenska idoli og þessu sem hann Magni tók þátt í.  Rockstar Supernova, þar kaus ég Magna oft vegna þess að ég er alltaf vakandi fram eftir öllu.  Ein sem þolir ekki Eurovision. 
mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hef ekkert fylgst með þessu..horfði á Rockstar Supernova en held aldrei út heila Eurovision.  Þar horfi ég á stigagjöfina.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sammála því, Eyþór er kúlari, enda Dalvíkingur. Blink blink!

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég þoli ekki Eurovision,  Idol,  X-factor,  Rockstar Supernova eða neitt slíkt.  Keppnin um "nýjan Bubba" fór framhjá mér.  Enda kannski meira en nóg að hafa einn Bubba. 

  Ég sá þó þessa tvo sem kepptu um titilinn í fréttunum.  Mér leyst ekkert á þennan Arnar.  Hárgreiðslan,  sjálfbrúnkukremið og það allt var einhvernveginn á skjön við "Stál og hníf". 

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband