Mér virðist vera meiri aukning á skjálftum núna í kvöld og nótt

Ég var að skoða síðuna www.hraun.vedur.is og finnst mér vera aukning á skjálftum í kvöld, dagurinn var frekar rólegur.  Það mælast miklu fleiri skjálftar á hverri klukkustund núna.  Ég bíð bara eftir að þessi skjálftahrina endi með tveimur stærri skjálftum, og svo fari allt að róast.  þar á meðal ég.
mbl.is Skjálftavirni að aukast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Skil vel að ykkur, sem eruð svona nálægt "uppsprettunni", verði ekki svefnsamt meðan á þessu stendur.   Held líka að við, sem erum fjær, gerum okkur ekki fulla grein fyrir því hvað þið eruð að upplifa.  Hugsum samt austur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 02:58

2 Smámynd: Tína

Góðan daginn krútta. Vona að þú skemmtir þér nú vel í veislunni í dag. En svo gleymi ég alltaf að óska þér innilega til hamingju með barnabarnið . Stundum er maður bara gjörsamlega úti á túni sko.

Ert þú annars búsett nálægt skjálftasvæðinu Jóna mín? Það var einmitt einn skjálftinn í morgun sem rak mig á fætur. Enda kl orðin 5 og löööngu kominn fótaferðatími! Annars finnst mér þessir skjáltar sem eru í kringum 3 orðið ekki neitt neitt. Ótrúlegt hvað maður verður e-ð samdauna (er hægt að nota þetta orð hér?) þessum skjálftum öllum.

Kram og stuðkveðjur til þín

Tína, 8.6.2008 kl. 06:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð nú að leiðrétta smá misskilning, ég er ekki fyrir austan.  Ég er á Seltjarnarnesi, og er haldin jarðskjálftafóbíu á háu stigi.   Eftir slæma reynslu þegar ég var barn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 8.6.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

´Vona að þetta sé að verða búið hjá ykkur knús að norðan

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Linda litla

Ég væri eiginlega alveg til í að láta einvhern hrista mig í svefn núna.

Farðu vel með þig Jóna

Linda litla, 8.6.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband