Ísbirnir eða hvað?

Kannski er þetta bara hrútur í tveimur reifum, eða grár hestur.  Júlíus Valsson var með frábæra mynd af svona fyrirbæri á sínu bloggi.  En ég vona að þetta séu ekki ísbirnir, þá byrjar þessi fjölmiðlasirkus aftur, á að drepa þá?  Á að leggja í rándýrar björgunaraðgerðir?  Allavega eigum við núna ísbjarnarbúr og kannski deyfilyf sem hægt er að skjóta í ísbirnina, ef þeir reynast ekki vera kindur eða hestar.


mbl.is Ísbirnir á Hornströndum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Akkúrat, nú er allt til reiðu, nema danski gaurinn er farinn aftur. - En það hlýtur að "reddast". -

En í alvöru þá finnst mér þetta óhugnanlegt, - afþví þetta getur því miður reynst rétt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.7.2008 kl. 03:11

2 identicon

Sæl jóna mín.

Við skulum vona að menn séu ekki að leika Úlfur,Úlfur. Til þess er málið of alvarlegt og ef að menn eða konur eru að gera slíkt á að taka stngt á því. Mannslíf eru dýrmæt.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband