Vægir dómar kynferðisbrotamanna

Ennþá komast þessir barnaníðingar létt frá refsingu.  Hann skal vera 3 mánuði í fangelsi, rúmlega 24 þúsund myndir fundust í tölvunni hans og 750 hreyfimyndir.  Spurning mín er þessi, hefur þessi maður ekki misnotað börn, sem hann hefur aðgang að?  Var það athugað í þessu máli?  Ein sem hefur verið misnotuð.
mbl.is Með 24 þúsund barnaklámmyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Afgreiðsla á barnaníðingum á Íslandi er svo léttvæg að það vekur grunsemndir um afstöðu dómara.  3 mánuðir eru hvað?  1 og hálfur mánuður í raun.  Eða bara samfélagsþjónusta við að raka saman lauf á KR vellinum klukkutíma á dag í 7 vikur?

  Ég þekki ekki þetta tiltekna mál.  En samkvæmt erlendum rannsóknum er sá sem safnar klámmyndum af börnum alltaf einnig gerandi.  Hann tekur ekki endilega myndir sjálfur (kann það ekki).  Langoftast er þó um skiptimyndir að ræða.  Til að komast inn á barnaníðingasíður þarf viðkomandi að leggja til myndir í púkkið til að vera gjaldgengur. 

  Við getum líka lagt til grundvallar það sem kallast "heilbrigð skynsemi" (common sense).  Maður sem aðhyllist EKKI barnaníð skoðar ekki né hleður inn á tölvu sína barnaklámi. 

Jens Guð, 19.9.2008 kl. 03:43

2 Smámynd: hs

Þú ert ansi þröngsýn að ætla að maður sem skoði klám í tölvunni sé jafn slæmur og gaur sem tekur börn og nauðgar þeim. Það er himin og haf þar á milli.

hs, 19.9.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Klám er allt annar hlutur en barnagirnd, þeir sem skoða barnaníð hljóta að vera með barnagirnd og þessvegna hættulegir börnum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2008 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband