Lánafyrirgreiðsla

Ég er hálf fegin að alþjóðagjaldreyrissjóðurinn vill vinna með Rússunum í þessari lánafyrirgreiðslu.  Ég er hálf hrædd við það að þyggja lán bara frá Rússunum.  En með góðum samningi við alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Rússana saman, er það kannski óhætt.  Samt er ég alltaf tortryggin þegar Rússarnir sýna velvild.  Gamla Rússagrýlan hræðir mig enn þann dag í dag. 
mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Breytt heimsmynd?

1. Íslenskir fjárglæframenn, 20-40 að tölu, hafa sett  landið á hausinn.

2. NATO ríkið Bretland sá að lokum til þess að allt féll um koll.

3. Bretar arðrændu okkar fiskiauðlindir um áraraðir, við skuldum þeim ekkert. Þeir skulda okkur.

4. Nú stöndum við Íslendingar einir eftir með skuldaklafa útrásarprinsanna.

5. Rússar vilja hjálpa okkur, einnig Norðmenn, en alls ekki Bandaríkjamenn, eða aðrar NATO þjóðir.

6. Nú er runninn upp nýr tími, segjum Ísland úr NATO og lýsum yfir sjálfstæði Íslands að nýju, með hlutleysi að hætti Svía.

7. Okkur er enginn akkur í  handónýtum NATO þjóðunum lengur - sjálfstæði og hlutleysi - það er framtíð okkar lands.

8. Íslandi allt, núna og um ókomna framtíð.

Björn Birgisson, 11.10.2008 kl. 02:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu Falið Vald. www.vald.org

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2008 kl. 04:25

3 Smámynd: Tína

Ég trúi því einlæglega að þetta eigi allt saman eftir að fara vel þegar upp er staðið. Jú þetta verður erfitt, en ég held að við höfum bara gott af þessu og þá sérstaklega börnin okkar sem flest voru orðin of góð til að vinna afgreiðslustörf og önnur láglaunastörf. Allt of fá vissu hvað fjölskyldugildi væri og kunnu bara yfirhöfuð ekki gott að meta.

Knús inn í helgina þína hjartað mitt.

Tína, 11.10.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Erum við ekki óþarflega hrædd við rússana? Við höfum elt kanann áratugum saman, og tel ég hann ekki fyrirmynd í samfélagi þjóðanna.

Vonandi getum við brotið upp þessa heimsmynd okkar og eins þessi pólitísku hólf, sem litast meira af gömlu hatri, en uppbyggilegri umræðu. 

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband