Skrímslið lætur í sér heyra

Svo virðast allir stjórnmálamennirnir hvar í flokki sem þeir standa, reyna allt til þess að ganga í ESB.  Allt í einu er kominn meirihluti fyrir könnunarviðræðum um inngöngu í ESB.  Ég hef alltaf verið á móti því að Íslandi gangi í þennan kolkrabba Evrópu.  Ég átti ágætis samræður við breta sem var á barnum hjá mér í kvöld, hann hafði áhyggjur af tapi sveitafélaga sem höfðu lagt mikla peninga inn á Icesave reikninga í Englandi.  Svo spurði hann "how was this possible"  ég svaraði náttúrulega eftir bestu getu vegna aðgerða og eftirlitsleysis Íslenskra stjórnvalda.  Svo spurði hann mig "Where is all the money"  Hverju átti ég að svara?  There never was money?  This was only paper, stock and no values.  Ég og við íslendingar áttum alla samúð þessa breta, en hann var samt hissa á því hversu langt þetta svindl gekk og hversu auðtrúa við íslendingar erum Shocking
mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vil láta skoða aðild kosti þess og galla.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 02:11

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það var hellingur af peningum til, við erum bara búinn að eyða þeim öllum. Þarf eitthvað að minna fólk á að við Íslendingar keyptu lúxusjeppa eins og margra milljón manna markaður. Almenningssamgöngur er jaðarfyrirbæri á Íslandi, við vorum farinn að slaga upp í sama bílafjölda á fjölskyldu og Amerísk fjölskylda. Merkjavörur, LCD skjáir, fellihýsi, rándýrar eldhúsinnréttingar, glæsihýsi og allt þetta rugl. Allt tekið á láni. Ofneyslan skýrir það að við erum held ég orðin núna langfeitasta þjóð í Evrópu . Við vorum búnir að byggja efnahag okkar nákvæmlega eins og Bandaríkjamenn, byggðum hann upp af ofneyslu, neyslan tekin að láni erlendis frá, sköpuðum gríðarlegan viðskiptahalla við útlönd. Bandaríkin mun fara sömu leið áður en líður um langt og ég efast um að Obama muni geta komið í veg fyrir það hversu góð sem hans efnahagsstefna muni vera. 

Auðvitað eigum við að ganga í ESB og taka upp evru, því fyrr því betra. 

Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2008 kl. 03:24

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Bara kvitt og knús

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 07:53

4 Smámynd: Ragnheiður

Heldurðu að það sé auðvelt að ganga úr ESB aftur ef það hentar ekki ? Ég er hrædd um að landið festist þar og ég er ekki ESB sinnuð, ég var það en nú treysti ég þessu ekki lengur

Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 08:06

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

kvitt,kvitt

Agnes Ólöf Thorarensen, 17.11.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og bestu ljúfar knúskveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Tiger

 Uss ... jamm það er stundum alveg kýrskýrt að það er hægt að leiða okkur í villunni eins og kýr - eða beljur bara...

Muuuuu í nýja viku Jóna mín ...

Tiger, 18.11.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband