Skattaskjól

Bara þetta orð er ávísun á svik.  Að skýla gegn sköttum.  Ekki færðu útrásarbarónarnir peningana þangað í góðum tilgangi.  Skattsvik og þjófnaðir hljóta að vera tengdir peningum sem vistaðir eru á þessari Tortola-eyju.  Ekki voru peningarnir færðir þangað til þess að taka þátt í skattgreiðslum, og öllu því sem tekjum fylgir. 

 Ég hef verið að hugsa mikið um fólk sem lifir á fjármagnstekjum eingöngu, það borgar ekki útsvar til sveitafélaganna.  Á það samt rétt á allri þjónustunni sem sveitafélögin veita?  Skólaganga barnanna þeirra, er hún á kostnað okkar sem borgum skattana?  Og sorphirðan, borgum við fyrir sorphirðuna þeirra?  Er ekki kominn tími á það að skattleggja stóreignamenn?  Og skattleggja sérstaklega menn sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum? 

Svo er löngu tímabært að afnema verðtryggingu lána, eða byrja aftur að verðtryggja launin.  Annað er glæpur, og eignaupptaka.  Lögleg en siðlaus. 


mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr!

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 15.2.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband