Mér líst ekkert á þennan framboðslista

Næstum allt gamla liðið ætlar greinilega ekki að sleppa völdum, þrátt fyrir hrunið.  Og aðgerðaleysið eftir það.  Þörf er á algjörri endurnýjun í Samfylkingunni, Sjálfsstæðisflokknum og Framsókn.  En þeir gömlu ætla allir að sitja sem fastast, þrátt fyrir afglöp.  Enginn tekur ábyrgð í Samfylkingunni, frekar en í hinum flokkunum.  Ég held að stór hluti frambjóðenda, séu tímaskekkja.  Þeirra tími er liðinn, og kemur aldrei aftur. 


mbl.is 20 bjóða sig fram fyrir Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sammála, sammála og sammála um Samfylkinguna, þetta eru eins og risaeðlur sem ætla að sitja endalaust og ætla sér enga ábyrgð að taka á neinu. Ingibjörg kemur fram í viðtali og kennir ÖLLUM öðrum um en sjálfri sér og sínum flokki, bæði Sjálfstæðisflokknum og opinberum stofnunum, kannski til að kasta ryki í augun á okkur svo við munum gleyma því að öll hennar orka á síðasta ári fór í framboð Íslands í öryggisráð SÞ.....    Framsókn hefur jú endurnýjað töluvert (fyrir utan Kristinn H.) og Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið tvo af stóru knöpunum sínum úr keppni, einhver endurnýjun yngri manna hlýtur líka að verða þar. En ég er verulega skúffuð með Samfylkinguna!! Finnst þau hræsnarar af dýrustu gerð. 

Lilja G. Bolladóttir, 2.3.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

P.S. Jón Baldvin situr núna eins og æðsti prestur og kastar steinum úr glerhúsi, er greinilega búinn að "gleyma" sínum hluta af auðvaldsvæðingunni og vonar að stór hluti af hans kynslóð sé líka með Alzheimer og hinir séu of ungir til að muna eftir ferli hans í stjórnmálum. Þetta er eiginlega tragekómískt

Lilja G. Bolladóttir, 2.3.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jón Baldvin er tímaskekkja, hans tími er löngu liðinn.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband