Í hverra boði var bankaleyndin stofnuð?

Bankaleyndin sem virðist bara vera fyrir bankamenn og útrásarbarónana.  Þegar ég geri mitt skattaframtal þarf ég að gera grein fyrir bankareikningum mínum og innistæðum um áramót.  Hvar er mín bankaleynd?  Skal ekki eitt yfir alla ganga?  Allir vera jafnir fyrir lögum?   Ég er svolítið spennt fyrir því að sjá skattaframtal útrásarbaróns, bara einhvers þeirra.  Hvað ætli þeir borgi að meðaltali í útsvar?  Eða borga þeir útsvar yfir höfuð?  Eru börnin þeirra í skóla á kostnað okkar sem borgum skattana okkar?  Eru þessir útrásarvíkingar með einhverjar launatekjur?  Eða bara fjármagnstekjur?   Mig langar mikið til þess að vita það.  Ein sem er búin að skila sínu skattaframtali, án bankaleyndar. 
mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband