Ameríska leiðin

Það að leggja 90% skatta á allar bónusgreiðslur, hjá fyrirtækjum sem þegið hafa ríkisaðstoð væri örugglega framkvæmanleg hérna á Íslandi.  Einhvern veginn verðum við að auka skatt tekjur hérna á Íslandi.  Ríkið hérna hefur gengið í ábyrgðir fyrir flesta bankana núna, nú er lag að skattleggja alla bónusa sem sjálftökuliðið hefur skammtað sér undanfarin ár.  Svo má örugglega finna matarholur hjá útrásarvíkingunum, þeir virðast ennþá vera stikkfrí.  Ég vil aðgerðir og það strax.  Ein sem er Borgarahreyfingarkona. 
mbl.is Obama sér vonarneista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://mbl.is/halldor/    Við erum svo mikið svona.    Burt með alla leynd og allt uppá borðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 02:58

2 identicon

Sæl Jóna.

Já, þetta er ekkert mál og þarf að veita miklu meira svigrúm í álagningu til að ná til þeirra sem þarf að ná í !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 04:58

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Þjóðin" á rétt á því að fá 100% þessara bónusgreiðslna til baka.  Það er jú sannað að þessir aðilar voru ekki að standa sig og áttu því alls ekki að fá neina bónusa.

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er nú ekki Borgararhreyfingarkona, en er samt sammála þér í flestum atriðum, eins og stundum áður.

Merkilegt samt hvað fólki finnst í alvöru langt á milli flokka þegar reyndin sýnir, að mörgum finnst það sama, en raða sér samt í sitthvora flokkana....????

Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já fínt að kýla þetta niður með sköttum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæl Jóna, ég nota hér tækifærið til að segja að aldrei er of mikið af góðu fólki þegar baráttan stendur yfir. Það er mér mikil ánægja að hafa þig sem Blogvin

Lilja Skaftadóttir, 24.3.2009 kl. 01:25

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk, sömuleiðis Lilja. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband