Það var ekki bara Davíð

Það var fólkið sem var í klappliðinu sem olli mesta hruni SjáLfsstæðisFLokkisin og styrkjamálið.  Ég missti alla trú á SjáLfsstæðisFLokknum strax í október.  Vegna þess að þeir brugðust ekki við bankahruninu, þeir reyndi að telja okkur trú um heilindi sín.  Þeirra heilindi tilhreyrðu styrktaraðilum, kostendum þeirra.  SjáLfsstæðisFLokkurinn er ekki flokkur lýðsins, hann er flokkur einkavinavæðingarinnar og spillingarinnar.  Það er kominn tími á það að FLokkurinn taki sér frí og skoði hvað fólkið "kjósendur" vilji.  Vonandi fá þeir langt frí frá stjórnarsetu...
mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú sýnist mér að óhætt sé að óska þér til hamingju með stórsigur ykkar Borgarahreyfingafólks,sem er mér að vísu líka gleðiefni,svo til hamingju og góða nótt...samt er freistandi að vaka bara til að geta heyrt hvernig sjálfstæðismenn geta snúið útúr stórtapi sínu og túlkað það sem sigur....

zappa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 03:27

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2009 kl. 04:14

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með frábæran árangur Borgarahreyfingar kæra Jóna

Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Þetta var með ólíkindum frábært, þó svo að okkur grunaði sigur þá er óvissan alltaf fyrir hendi.

Í nótt vann þjóðin !

Lilja Skaftadóttir, 26.4.2009 kl. 11:45

5 identicon

Einkavæðing er ekki röng. Einkavæðing banka hefur alltaf verið rétt ákvörðun til dæmis vegna þess að ríkið hefur ekki afl til þess að taka stjórn á verðbréfaviðskiptum og skuldinni. Ríkisstjórnin getur ekki borgað skuldir gallaða hagkerfisins og hananú! Svo gætir þú aðeins útskýrt hvað þú kallar spillinug, því ég er ekki að skilja. Það er spilling að taka á móti styrkjum frá fyrirtækjum sem brjóta lög því þá ert þú meðsekur brotinu, en sjálfstæðisflokkurinn í heild sinni á ekki sök, það eru einstaklingarnir sem tóku við styrkjunum t.d. Davíð og Geir þeir voru mjög svo meðsekir.

Ríkisstjórnin á að skila skuldinni aftur til þeirra einstaklinga sem eiga sök á henni og hananú!

hfinity (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 13:55

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ekkert á móti einkavæðingu, ég tala um einkavinavæðingu í þessari færslu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband