Jóhanna !

Er ekki betra að taka til í eigin garði, áður en farið er í útrás?  Kemur þér ástand heimilanna ekki við?  Ætlar þú bara að sækja um aðild að ESB með stuðning upp á  tæp 30%?  Er ekki nærtækara að bjarga heimilunum?  Og þegar þeim er bjargað, kannski skoða aðildarviðræður.  Þarf ekki fyrst að laga til í fjármálum okkar Íslendinga, skoða skuldastöðuna og bjarga henni. 

Hættu nú að leika þér með fjöregg þjóðarinnar, sjálfsstæði okkar.  Ég skora á þig Jóhanna að gera stjórnarsáttmála fyrir okkur Íslendinga, heimilin og fyrirtækin.  Og gera alvöru áætlun um það að bjarga orðstír okkar á alþjóðavísu.   Tími ESB mun kannski koma, þegar við erum búin að bjarga okkur sjálfum. 


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Jóna Kolbrún!

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að Jóhanna hafi misskilið kosningarúrslitin.  Hún er enginn sigurvegari. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:55

3 identicon

Ég er alveg sammála því. Sigurvegararnir erum við í Borgarahreyfingunni og Vinstri Grænir. Fyrir hvern er hennar flokkur að vinna, ekki fólkið sýnist mér heldur einhverjar afdankaðar veruleikafirrtar millistétta-aspirasjónir þeirra eigin.

Þetta fólk er búið að drekka of mikið te. 

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samfylkingin hefur marga skriffinna sem finna þarf vinnu við skriffinnsku?  Þap er náttúrulega himnaríki skriffinna í Brussel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 01:21

5 identicon

mér sýnist umræðan um heimilin þegar verða orðin "yesterdays news" hjá öllum nú strax eftir kosningar einsog vanalega,Davið ætlar meira að segja bara fara að lita....

zappa (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:30

6 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún - líka, sem þið önnur, hér á síðu !

Fyrir mér; virðist Jóhanna Sigurðardóttir vera - annað hvors / fordæðu kerling, hver upp hafi vakin verið, undan Rómaborgar katakombum - eða þá, sem er öllu verra - - purrkunarlaus erindreki nýlendu herranna, á Brussel völlum suður, hverjir ágirnast okkar auðæfi öll, til lands og sjávar, og muni svo uppskera, eftir sinni tryggð við þá - hver verðlaun verða, ofar skilningi, venjulegra samlanda hennar.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:39

7 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Því hefur oft verið haldið fram að karlar (Steingrímur ofl.) geti bara hugsað um einn hlut í einu! og mér sýnist ansi margir halda að Jóhanna sé þeim annmörkum háð en ég treysti henni til að gera fleira en að hugsa bara um aðild að ESB en eins og vitað var þá er þetta stóra málið í stefnu SF og ef hún hvikar frá henni þá er Jóhanna að svíkja kjósendur SF en hennar umboð kemur frá þeim 30% en ekki frá ykkur sem kusuð hana ekki.

Tjörvi Dýrfjörð, 28.4.2009 kl. 01:41

8 identicon

Tjörvi,

Jóhanna ætti ekki að hræðast það að fá málið í gegn í þinginu, það væri bein hræðsla við lýðræðið, ekki gott.

Þá slær hún mikilvægari málum á frest. Gengur ekki.

En að öðru, ert þú nokkuð sonur vinkonu minnar Gerðar Dýrfjörð?

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:46

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Í aðdraganda kosninganna talaði Jóhanna bara um ESB ekkert annað, hún hefur ekki áhuga á því að bjarga heimilunum í landinu.  Sem er að mínu mati grundvallaratriði núna og samningar við skuldunautana í útlöndum.  Það hlýtur að þurfa að byrja á byrjuninni?  Annað er ekki ásættanlegt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 01:49

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nákvæmlega. Hér láta menn eins og heilt Alþingi geti ekki gert nema einn hlut í einu. Nær væri að hætta þessu pexi um ESB og fá aðildarsamning á borðið sem þjóðin getur tekið afstöðu til. Það væri farsælast fyrir alla, þing og þjóð.

Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 01:51

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Einstaklega góður pistill Jóna Kolbrún :)

Guðmundur St Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 01:54

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér Páll Geir, það þarf aðildarsamning á borðið.  En bara seinna þegar "skjaldborginni um heimilin" sem reyndist tjaldborg í tíð fyrri ríkisstjórnar er komin til framkvæmda og samningar um skuldir okkar "raunverulegar skuldir"  ekki loftbóluskuldir eru komnar á beinu brautina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 01:58

13 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Sæll Gunnar ég er ekki viss um að hún systir mín verði ánægð að vera gerð að móður minni.

En varðandi málefnið' þá er það svo að Jóhanna og SF verða að tryggja með einum eða öðrum hætti að VG standi ekki í vegi fyrir stærsta kosningamáli SF í komandi samstarfi og þess vegna er ESB stóra málið þ,e, það verður að nást sátt um hvernig stjórnin ætlar að afgreiða ESB aðildarferlið og eins og ég skil umræðuna um stjórnarmyndun þá er miklu auðveldara fyrir SF og VG að ná sátt um önnur mál, þess vegna er talað um að ESB sé aðalmálið í viðræðunum.

Tjörvi Dýrfjörð, 28.4.2009 kl. 02:04

14 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Þessu til viðbótar. ástæða þess að SF leggur svo mikið uppúr því að fara í aðildarviðræður má líkja við þegar alki (Ísland) sem búin er að brenna allar brýr að baki sér og missa tiltrú allra í kringum sig bæði ættingja (Skandinava) og vina (aðrar evrópuþjóðir) tekur ákvöðrun um að fara í meðferð og sækir um vist á Vogi (ESB). Um leið og alkinn sýnir bót og betrun þá eins og við mörg þekkjum eru flestir ættingar og vinir tilbúnir að aðstoða þennan óvirka að ná aftur festu í sínu lífi. svona er þetta í hnotskurn.

Tjörvi Dýrfjörð, 28.4.2009 kl. 02:13

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei Jóna, það gengur ekki. Þetta þarf að vinnast saman. Það er ekki hægt að "bíða þangað til" og "afgreiða þetta og hitt fyrst". Við höfum ekki þann tíma. Þetta er nefninlega nákvæmlega eins og Tjörvi kemur svo skemmtilega frá sér hér að ofan.

Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 02:31

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ertu ekki fullgrimm við Jóhönnu Jóna Kolla?

Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2009 kl. 03:27

17 identicon

bið að heilsa henni!

Góður pistill Jóna Kolbrún! Það er ekkert vit í konunni.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband