Skrítin flensa

Þessi svínaflensa er frekar skrýtin að mínu mati.  Ætli hún hafi orðið til fyrir tilviljun eða óvenjulega stökkbreytingu á venjulegri flensu og svínaflensu.  Tvær sameinaðar flensur stökkbreytast og valda heimsfaraldri.  Mér finnst þetta alveg með ólíkindum.  Ég vona að þessi heilsufarsógn sé ekki upprunnin í tilraunastofu einhversstaðar.  Ég heyri samsæriskenningar allstaðar. 
mbl.is Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kaninn liggur undir grun hjá mér enda komnir með eitthvað svakalegt fagnafn á dýrið...

zappa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svona flensufaraldrar hafa gengið yfir fá ómunatíð.....tvisvar til þrisvar á öld verður alheimsfaraldur skæðra influensuveira svo ég hlusta ekki á þessar samsæriskenningar.......

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2009 kl. 01:30

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

agenda 21 er eitthvað sem tengist samsæriskenningunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2009 kl. 01:35

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Fátt er rotnara inn að beini en sum lyfjafyrirtækin og það hefur verið lengi vitað þótt margir séu gjarnir á að sussa á allt slíkt tal,  ýmsir frægir vísindamenn og "mannvinir" hafa lýst því fjálglega að besta tækið til að halda niðri mannfjölgun séu veirur og drepsóttir. Þeir sem þekkja texta Georgia Guidestones þar sem "hin hugumstóra" elíta lýsir draumsýn um framtíðina og þar ofarlega á blaði er þörf þessa að fækka mannkyni all svakalega, "MAINTAIN HUMANITY UNDER 500,000,000
IN PERPETUAL BALANCE WITH NATURE
" þó að ýmislegt annað sé lymskulegar orðað í bland við sjálfsagðar dyggðir og hátimbruð orð.

Mæli með Endgame fyrir þá með þykkari skráp.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.4.2009 kl. 02:34

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst þetta bera allan vott um heimatilbúin hræðsluáróður og ég á erfitt með að sjá þennan heimsfaraldur valda einhverjum geigvænlegum usla. Þetta er um margt líkt og Killer Bees sem átti að tortíma bandarískum rikisborgurum á sínum tíma. 

Því miður þá get ég ekki komist að annari niðurstöðu. Kannski djörf niðurstaða. 

Brynjar Jóhannsson, 30.4.2009 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband